Hvað ætla þeir sér? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 16. janúar 2015 07:00 Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ætlar ríkisstjórnin að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu? Í yfirlýsingu sem forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra undirrituðu ásamt fulltrúum lækna er boðuð „heildstæð skoðun á skipulagi, uppbyggingu og fjármögnun heilbrigðiskerfisins“ og möguleiki á fjölbreyttari rekstrarformum. Margir óttast að verið sé að boða aukinn einkarekstur. Andstaða við aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins er almenn hér á landi. Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar frá apríl 2013 vildu rúmlega 80% aðspurðra að rekstur heilbrigðisþjónustu væri fyrst og fremst á vegum hins opinbera. Margir fræðimenn hafa bent á að einkaframkvæmd auki frekar en ekki heildarkostnaðinn við heilbrigðisþjónustuna vegna arðgreiðslna, hás stjórnunarkostnaðar, aukins eftirlitskostnaðar, ósveigjanleika í þjónustusamningum og ósamhæfðrar og ósamfelldrar þjónustu. Í viðtali vefblaðsins Skástriksins haustið 2013 var forsætisráðherra spurður hvort til stæði að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Hann taldi vinstriflokkana vera að beita pólitískri taktík til að mála upp mynd af ríkisstjórn hans sem hægristjórn. Hann benti á að enginn áhugi væri fyrir því almennt í íslenskum stjórnmálum að ráðast í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Í viðtali við Ísland í dag þann 12. janúar sl. var fjármálaráðherra spurður að því hvort auka ætti vægi einkavæðingar í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að áfram ætti að leitast við að tryggja hámarksnýtingu á því fé sem sett væri í heilbrigðiskerfið. Ef það næðist með einkarekstri á einhverjum sviðum „þá erum við reiðubúin til að gera það“. Ég vil benda fjármálaráðherra á að útgjöld á íbúa til heilbrigðismála á Íslandi ná vart meðaltalinu innan OECD. Öll Norðurlöndin eru með hærri útgjöld en við og það ríki sem er með langhæst hlutfall einkarekstrar, Bandaríkin, er jafnframt með langhæstu útgjöldin. Samt eru um 48 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga. Á Íslandi ríkir samstaða um að efla þurfi heilbrigðiskerfið. Augljósasta leiðin til þess er að auka fjárframlög ríkisins til kerfisins, sérstaklega heilsugæslu og sjúkrahúsa. Frekari einkarekstur bætir ekki kerfið og nýtur ekki almenns stuðnings. Er forsætisráðherra búinn að skipta um skoðun? Verður einkavæðing skilyrði aukinna útgjalda í heilbrigðismálum?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun