Hvar, hver, hvað? Magnús Guðmundsson skrifar 17. janúar 2015 13:30 Þekkir þú þessa konu? Myndin er eftir Halldór E. Halldórsson en safn hans er á meðal þess sem Þjóðminjasafnið sýnir. Mynd/Halldór E. Arnórsson Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“ Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira