Vinnusmiðjur í anda Gerðar Helgadóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:00 Vísir/GVA „Við erum að setja upp fræðslu- og upplifunarsýningu sem verður opnuð á laugardaginn klukkan 15,“ segir Guðrún Benónýsdóttir listakona sem skipuleggur Stúdíó Gerðar í samstarfi við starfsfólk safnsins. „Við notum annan sal safnsins til að setja upp vinnustofuhugmynd Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og stilla upp verkum hennar þar, fjölbreyttum skúlptúrum úr járni, gifsi og bronsi. Salnum er skipt upp í herbergi eins og á arkitektateikningu, með línum í gólfinu.“ Guðrún ætlar að leiða opnar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa meðan á sýningunni stendur.Gerður í vinnustofu sinni á sínum tíma.„Við ætlum að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl þátttakenda, til dæmis skólakrakka sem koma í heimsókn og vinna verkefni sem tengjast myndlist Gerðar að einhverju leyti,“ segir Guðrún og hvetur fjölskyldufólk einnig til að koma í heimsókn á eigin vegum og njóta skapandi samverustunda. Sýningin Andvari eftir Valgerði Hafstað (1930-2011) verður líka opnuð í Gerðarsafni á sama tíma. Valgerður nam myndlist í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París, þar lærði hún einnig mósaíkgerð samhliða málaralistinni. Verkin á sýningunni spanna allan listamannsferil Valgerðar, unnin í gvass, akrýl og olíu ásamt mósaíkmyndum. Verkin eru á mörkum þess hlutbundna og óhlutbundna, þar sem oft á tíðum má greina óljóst landslagsmótíf eða innanstokksmuni sem hún virðist hafa umbreytt á einn eða annan hátt. Fyrsta myndlistarsýning Valgerðar var samsýning hennar og Gerðar Helgadóttur árið 1957 í Galerie La Rouge í París. Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við erum að setja upp fræðslu- og upplifunarsýningu sem verður opnuð á laugardaginn klukkan 15,“ segir Guðrún Benónýsdóttir listakona sem skipuleggur Stúdíó Gerðar í samstarfi við starfsfólk safnsins. „Við notum annan sal safnsins til að setja upp vinnustofuhugmynd Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og stilla upp verkum hennar þar, fjölbreyttum skúlptúrum úr járni, gifsi og bronsi. Salnum er skipt upp í herbergi eins og á arkitektateikningu, með línum í gólfinu.“ Guðrún ætlar að leiða opnar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa meðan á sýningunni stendur.Gerður í vinnustofu sinni á sínum tíma.„Við ætlum að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl þátttakenda, til dæmis skólakrakka sem koma í heimsókn og vinna verkefni sem tengjast myndlist Gerðar að einhverju leyti,“ segir Guðrún og hvetur fjölskyldufólk einnig til að koma í heimsókn á eigin vegum og njóta skapandi samverustunda. Sýningin Andvari eftir Valgerði Hafstað (1930-2011) verður líka opnuð í Gerðarsafni á sama tíma. Valgerður nam myndlist í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París, þar lærði hún einnig mósaíkgerð samhliða málaralistinni. Verkin á sýningunni spanna allan listamannsferil Valgerðar, unnin í gvass, akrýl og olíu ásamt mósaíkmyndum. Verkin eru á mörkum þess hlutbundna og óhlutbundna, þar sem oft á tíðum má greina óljóst landslagsmótíf eða innanstokksmuni sem hún virðist hafa umbreytt á einn eða annan hátt. Fyrsta myndlistarsýning Valgerðar var samsýning hennar og Gerðar Helgadóttur árið 1957 í Galerie La Rouge í París.
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira