Ég er nýi gaurinn í Norræna húsinu! Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2015 13:00 "Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt,“ segir Mikkel Harder. Vísir/Stefán Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“ Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Mikkel Harder tók við sem forstjóri Norræna hússins núna um áramótin eftir að hafa unnið stjórnunarstörf í danskri menningarsenu um árabil. Þetta er þó hans fyrsta stóra starf utan heimalandsins.Eitthvað sérstakt brjálæði „Það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því að taka svona stökk en það er eitthvað sérstaklega spennandi við að fá að vinna á Íslandi. Ég hef kynnst Íslendingum víðast hvar þar sem ég hef verið og farið allt frá því ég var í leiklistarnámi í París og London. Íslendingar búa yfir einhverju sérstöku brjálæði sem mér finnst ómótstæðilegt svo að þegar tækifærið kom þá gat ég ekki látið það fram hjá mér fara. Norræna húsið á að vera öflugt, menningarlegt tengslanet á milli Norðurlandanna en það er líka mikilvægt að það sé virkt í viðkomandi samfélagi. Mér sýnist að ég taki við ákaflega góðu búi af fyrirrennara mínum og hef fullan hug á því að byggja áfram á því góða starfi en auðvitað langar mig til þess að koma líka með eitthvað nýtt. Það er margt spennandi fram undan sem er löngu planað en svo kemur eflaust að því hægt og rólega að einhverjar breyttar áherslur koma í ljós."Samruni tveggja heima "Við starfsfólkið byrjuðum fyrsta vinnudaginn á nýju ári á því að halda fyrsta hugmyndafundinn í tíu funda seríu sem við ætlum að vera með í janúar. Mér finnst skipta öllu máli að virkja sem flesta innan hússins því að það er starfsfólkið sem er sérfræðingarnir en ég er bara nýi gaurinn. Síðustu ár hef ég starfað í formföstu umhverfi búrókratanna og þekki þann heim orðið ansi vel. En ég þekki líka listamenn og hvernig þeir vinna og hugsa. Mitt hlutverk verður ekki síst að sameina þessa tvo mjög svo ólíku heima og sjá til þess að Norræna húsið sé spennandi heimur fyrir listamenn en þó fyrst og fremst gesti og gangandi.“Í fjarsambandi eftir 9 ára sambúð „Við kærastinn minn höfum verið í sambúð í níu ár og það verða mikil viðbrigði að búa einn. Það verður bara mikið verið á Skype og svo kemur hann í langar helgarheimsóknir og ég skrepp líka stundum til Danmerkur. Mér sýnist þó í fljótu bragði að það eigi eftir að vera nóg að gera í vinnunni og það verður líka alveg örugglega gaman í vinnunni því hér er fullt af skemmtilegu fólki.“
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira