Jóladjass í Djúpinu Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 11:45 Silva og Anna Sóley. Söngkonurnar Silva og Anna Sóley hafa haldið saman nokkra tónleika við góðar undirtektir. Í þetta sinn spilar Anna Gréta Sigurðardóttir með þeim á píanó. Spiluð verða íslensk og erlend jólalög í djassútsetningum ásamt vel völdum standördum. Tónleikarnir verða í Djúpinu í kvöld kl 20.00 og kostar 1.000 kr inn. Silva og Anna Sóley stunda báðar nám við Tónlistarskóla FÍH en Anna Gréta útskrifaðist frá sama skóla vorið 2014 og stundar nú nám við Kungliga Musikhögskolan í Svíþjóð. Djúpið er hópasalur á neðri hæð á veitingahúsinu Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Veitingahúsið Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi. Djúpið var áður þekkt sem djassklúbbur þar sem fram komu ýmsir þekktustu djassleikarar á Íslandi. Djassvakning hélt tónleika, spunameistarar frá Evrópu komu fram og Smekkleysukvöld voru iðulega haldin í Djúpinu svo eitthvað sé nefnt. Staðurinn var vinsæll tónleikastaður vegna þess að hann þótti minna á stemminguna sem myndaðist á djassklúbbum erlendis. Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söngkonurnar Silva og Anna Sóley hafa haldið saman nokkra tónleika við góðar undirtektir. Í þetta sinn spilar Anna Gréta Sigurðardóttir með þeim á píanó. Spiluð verða íslensk og erlend jólalög í djassútsetningum ásamt vel völdum standördum. Tónleikarnir verða í Djúpinu í kvöld kl 20.00 og kostar 1.000 kr inn. Silva og Anna Sóley stunda báðar nám við Tónlistarskóla FÍH en Anna Gréta útskrifaðist frá sama skóla vorið 2014 og stundar nú nám við Kungliga Musikhögskolan í Svíþjóð. Djúpið er hópasalur á neðri hæð á veitingahúsinu Horninu við Hafnarstræti í Reykjavík. Veitingahúsið Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi. Djúpið var áður þekkt sem djassklúbbur þar sem fram komu ýmsir þekktustu djassleikarar á Íslandi. Djassvakning hélt tónleika, spunameistarar frá Evrópu komu fram og Smekkleysukvöld voru iðulega haldin í Djúpinu svo eitthvað sé nefnt. Staðurinn var vinsæll tónleikastaður vegna þess að hann þótti minna á stemminguna sem myndaðist á djassklúbbum erlendis.
Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira