Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir þá sem þáðu aðstoð í ár hafa getað valið úr glæsilegum fatnaði og gjöfum frá sjálfboðaliðum. Fréttablaðið/GVA „Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“ Jólafréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
„Náungakærleikur hefur aukist mikið eftir hrun, fjöldi einstaklinga og hópa býður fram aðstoð sína til efnalítils fólks,“ segir Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar. Markmið Hjálparstarfsins með sérstakri desemberaðstoð við efnalitlar fjölskyldur er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar og stuðla að aukinni félagslegri virkni. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslunum sem styrkt eru með framlagi pokasjóðs. Í ár afhenti stjórn Pokasjóðs verslunarinnar Hjálparstarfinu tíu milljóna króna styrk í formi inneignarkorta. Að auki koma fjölmargir sjálfboðaliðar færandi hendi. „Svona var þetta ekki fyrir hrun, þá voru þetta fáir góðir einstaklingar. Eftir hrun varð til náungakærleikur og samkennd sem linnir ekki og heldur bara áfram. Flestir þeirra sem hjálpa vilja ekki láta nafns síns getið. Við höfðum rætt það að það vantaði gjafir fyrir unglingsstráka fyrir þessi jól. Kona ein brást við ákallinu, safnaði fyrir gjöfum og keyrði svo hingað með fullan bíl af gjöfum fyrir stráka.“ Vilborg segir gjafmildi fólks hafa verið einstaklega ríkulega í ár hvað varðar fatnað. „Við fengum ótrúlega mikið gefins af fallegum fötum fyrir jólin og fólk gat valið úr flíkum. Það hefur sjaldan verið eins gott. Þá eru margir sem prjóna fyrir okkur. Nú rétt fyrir jól er mestri aðstoð lokið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Vilborg segist halda að færri hafi sótt um aðstoð fyrir jólin en síðustu ár en vanalega fá tæplega fjögur þúsund manns aðstoð. „Aðeins brot af þeim sem þiggja aðstoð um jólin biðja um aðstoð á öðrum tímum ársins. Jólin eru sérstaklega erfiður tími fyrir marga.“ Í dag geta þeir sem hafa sótt um aðstoð sótt sér jólatré. „Skógrækt Reykjavíkur gefur íslensk jólatré í ár. Það eru ekki margir sem sækjast eftir því en alltaf einhverjir, margir í okkar hópi eru með gervitré.“
Jólafréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira