Er góða veislu gjöra skal Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2015 09:30 Marta Rún Ársælsdóttir segist hafa verið hrifin af gyllta litnum í ár og hann hafi verið talsvert áberandi í eldhúsinu hjá henni. "Svo finnst mér gull alltaf svo hátíðlegt, það er svona smá gullþema hjá mér.“ Vísir/Ernir Flestir munu sjálfsagt draga fram sparistellið og góða dúkinn þegar sest verður til borðhalds í kvöld. Þegar lagt er á jólaborðið er oft öllu til tjaldað en það þarf þó ekki að vera flókið að ljá borðinu hátíðarbrag, smá kertaljós og jólagreinar setja hátíðarsvip á borðið. Marta Rún, bloggari á Femme.is og starfsmaður í NORR11, lagði á borð fyrir Fréttablaðið.Gylltu hnífapörin og gullslegnu greinarnar ljá borðinu hátíðlegan blæ. Það þarf ekki að fara offari í flóknum sérvíettubrotum korter í jól, það er líka hátíðlegt og fallegt að brjóta servíetturnar einfaldlega saman, skella smá snæri utan um, stinga nokkrum jólalegum greinum og einföldu nafnspjaldi á servíettuna. „Þó maður viti nú nöfn þeirra sem eru að borða hjá manni um jólin þá er ekkert persónulegra en nafnið manns og mér finnst gaman að vera með merkt sæti, það setur punktinn yfir i-ið hvort sem það er um jól eða áramót,“ segir Marta glöð í bragði.Gyllti liturinn er í forgrunni hjá Mörtu enda hátíðlegur með eindæmum.Þegar jólablöndunni er skolað niður eru margir sem draga fram sín fínustu glös enda gaman að drekka úr fallegum glösum á aðfangadag, þessi hér eru frá Frederik Bagger og fást í NORR11.HátíðarkokteillYfir jólahátíðina er gaman að gera vel við sig í mat og drykk. Marta Rún setti saman þennan hátíðarkokteil sem er í senn fallegur fyrir augað, einfaldur og góður. Það er einfaldlega blanda sem getur ekki klikkað.Gott freyðivín (ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt) Jarðarberja-Mickey Finn (notað í drykkinn eins og jarðarberjasíróp) Rósmarínstöngull Hrásykur Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund. Helltu prosecco í glasið. Varlega hellir þú síðan jarðarberja-Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.Á endanum seturðu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn. Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Flestir munu sjálfsagt draga fram sparistellið og góða dúkinn þegar sest verður til borðhalds í kvöld. Þegar lagt er á jólaborðið er oft öllu til tjaldað en það þarf þó ekki að vera flókið að ljá borðinu hátíðarbrag, smá kertaljós og jólagreinar setja hátíðarsvip á borðið. Marta Rún, bloggari á Femme.is og starfsmaður í NORR11, lagði á borð fyrir Fréttablaðið.Gylltu hnífapörin og gullslegnu greinarnar ljá borðinu hátíðlegan blæ. Það þarf ekki að fara offari í flóknum sérvíettubrotum korter í jól, það er líka hátíðlegt og fallegt að brjóta servíetturnar einfaldlega saman, skella smá snæri utan um, stinga nokkrum jólalegum greinum og einföldu nafnspjaldi á servíettuna. „Þó maður viti nú nöfn þeirra sem eru að borða hjá manni um jólin þá er ekkert persónulegra en nafnið manns og mér finnst gaman að vera með merkt sæti, það setur punktinn yfir i-ið hvort sem það er um jól eða áramót,“ segir Marta glöð í bragði.Gyllti liturinn er í forgrunni hjá Mörtu enda hátíðlegur með eindæmum.Þegar jólablöndunni er skolað niður eru margir sem draga fram sín fínustu glös enda gaman að drekka úr fallegum glösum á aðfangadag, þessi hér eru frá Frederik Bagger og fást í NORR11.HátíðarkokteillYfir jólahátíðina er gaman að gera vel við sig í mat og drykk. Marta Rún setti saman þennan hátíðarkokteil sem er í senn fallegur fyrir augað, einfaldur og góður. Það er einfaldlega blanda sem getur ekki klikkað.Gott freyðivín (ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt) Jarðarberja-Mickey Finn (notað í drykkinn eins og jarðarberjasíróp) Rósmarínstöngull Hrásykur Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund. Helltu prosecco í glasið. Varlega hellir þú síðan jarðarberja-Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.Á endanum seturðu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn.
Jólafréttir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira