Jólamaturinn í vaskinn: „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. desember 2015 11:13 Dagmar ætlaði að eld hátíðarkjúkling en í pakkanum reyndist vera venjulegur kjúklingur. Vísir Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015 Jólafréttir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Landsmenn fögnuðu jólunum í gærkvöldi þar sem dýrindisréttir voru víða bornir á borð. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur og upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Austfjörðum, ætlaði að elda hátíðarkjúkling. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig en Dagmar stóðst ekki mátið og deildi sögunni af matseldinni sem miður fór á Facebook. Ekki var þó við hana að sakast. „Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég hef nokkrum sinnum eldað þannig áður, m.a. á jólum svo ég kveið því ekki eldamennskunni mjög. Ég gerði bara eins og vanalega, sauð upp úr rauðvíni og makaði svo á brúningarlegi og inn í ofn. Svo lenti ég í smá brasi með sósuna og skildi ekki hvers vegna gekk illa að ná réttu bragði í hana, ojæja, hún var samt orðin ágæt og byrjað að borða,“ segir Dagmar. En þá var aldeilis ekki öll sagan sögð. Betri helmingurinn hafi þá vakið athygli á því að bragðið væri skrýtið.Dagmar Ýr Stefánsdóttir.Mynd/Bjarni EiríkssonBragðlaus og skraufaþurr „Ég prófaði hann og var sammála, hann var vita bragðlaus og skraufaþurr! En við fengum okkur bara enn meira af rjómasalati og karamellu kartöflum og létum þar við sitja.“ Dagmar segist skiljanlega hafa orðið fúla út í sjálfa sig og velt upp spurningunni hvað hafi klúðrast? Hafi suðan verið of mikil eða kjúklingurinn verið of lengi í ofninum? Hún hafi rætt við móður sína og ekki hafði hún neinar athugasemdir við háttalag dóttur sinnar í eldhúsinu. „Þá spurði hún hvort þetta hefði örugglega verið reyktur fugl, hvort þetta hefði kannski bara verið hátíðarfugl sem er bara stór venjulegur kjúklingur,“ segir Dagmar sem hélt í átt að ruslinu til að finna umbúðirnar.Kjötið hvítt en ekki bleikleitt „Jújú, reyktur hátíðarfugl stóð þar stórum stöfum! Ég fór svo í að smakka kjötið eintómt og það var ekki um að villast, þetta var bara venjulegur kjúlli - ekki til reyktur!!! Enda var kjötið alveg hvítt en ekki bleikleitt eins og á að vera,“ segir Dagmar og telur morgunljóst að eitthvað hafi misfarist í pökkuninni hjá Holtakjúklingi. „Þeir eiga ó svo mikið von á símtali eftir helgi,“ segir Dagmar og bætir við broskalli og ekki að sjá annað en að hún hafi húmor fyrir uppákomu gærkvöldsins þótt vafalítið hefði hún kosið hátíðarkjúkling eins og hún taldi sig hafa keypt. Færsluna sem Dagmar deildi má sjá í heild sinni hér að neðan.Lesendur Vísis eru hvattir til þess að skilja eftir skemmtilegar jólasögur í athugasemdakerfinu eða senda okkur línu á ritstjorn@visir.is.Jæja - ég held ég verði bara að deila með ykkur sögunni af jólamatnum! Planið var að hafa reyktan hátíðarkjúkling en ég...Posted by Dagmar Ýr Stefánsdóttir on Friday, December 25, 2015
Jólafréttir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira