Skoðar land og liti og sækir formin mest í Suðurlandið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2015 13:00 Gísli B. Björnsson er þekktastur fyrir sína grafísku hönnun en hefur í auknum mæli fengist við myndlistina síðustu ár. Vísir/GVA „Ég er með vinnustofuna mína opna og er þar með stóran sal með þverskurði af því sem ég er að gera,“ segir grafíski hönnuðurinn Gísli B. Björnsson, sem nú sýnir málverk í Skipholti 1 til 13. desember, milli klukkan 14 og 18„Ég er með vinnustofuna opna og er þar með stóran sal með þverskurði af því sem ég er að gera,“ segir Gísli.„Myndirnar eru svo til allar á háveginn og ég er að skoða land og liti. Sæki mest af formunum í Suðurlandið, dálítið í Vesturlandið líka en svo getur verið um hvaða hól eða fjall að ræða sem er, bara úr mínum hugarheimi,“ segir Gísli. Hann kveðst hafa fengist við myndlist alla ævi en ekki alvarlega fyrr en eftir að hann hætti í grafískri hönnun og kennslu.Gísli sækir myndefnið mest á Suðurlandið, en sumt verður til í hans hugarheimi.„Síðustu ár hef ég gefið mér tíma til að fást við málverkið,“ segir Gísli sem vinnur með olíukrít. „Það eru fáir myndlistarmenn að glíma við það verkfæri, skilst mér. Ég nota krítina alltaf sem skissutæki en er nú að gera myndir sem eru allt upp í 1x1,40 m að stærð.“ Vinnustofan hans Gísla B. er í gamla Myndlista- og handíðaskólahúsinu, hann kveðst hafa tengst því húsi frá 1956, þegar hann hóf nám við skólann og þar verður hann á vaktinni frá tvö til sex fram á sunnudag. – Menning Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er með vinnustofuna mína opna og er þar með stóran sal með þverskurði af því sem ég er að gera,“ segir grafíski hönnuðurinn Gísli B. Björnsson, sem nú sýnir málverk í Skipholti 1 til 13. desember, milli klukkan 14 og 18„Ég er með vinnustofuna opna og er þar með stóran sal með þverskurði af því sem ég er að gera,“ segir Gísli.„Myndirnar eru svo til allar á háveginn og ég er að skoða land og liti. Sæki mest af formunum í Suðurlandið, dálítið í Vesturlandið líka en svo getur verið um hvaða hól eða fjall að ræða sem er, bara úr mínum hugarheimi,“ segir Gísli. Hann kveðst hafa fengist við myndlist alla ævi en ekki alvarlega fyrr en eftir að hann hætti í grafískri hönnun og kennslu.Gísli sækir myndefnið mest á Suðurlandið, en sumt verður til í hans hugarheimi.„Síðustu ár hef ég gefið mér tíma til að fást við málverkið,“ segir Gísli sem vinnur með olíukrít. „Það eru fáir myndlistarmenn að glíma við það verkfæri, skilst mér. Ég nota krítina alltaf sem skissutæki en er nú að gera myndir sem eru allt upp í 1x1,40 m að stærð.“ Vinnustofan hans Gísla B. er í gamla Myndlista- og handíðaskólahúsinu, hann kveðst hafa tengst því húsi frá 1956, þegar hann hóf nám við skólann og þar verður hann á vaktinni frá tvö til sex fram á sunnudag. –
Menning Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira