Brandari Össurar um Brynjar sem hann lagði ekki í að segja á skötukvöldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2015 22:57 Össur Skarphéðinsson með 22 punda urriða sem hann veiddi í Öxará um árið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015 Alþingi Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, deilir sögu af þingmönnunum Sjálfstæðismanna, þeim Brynjari Níelssyni og Jóni Gunnarssyni, í skemmtilegri kvöldfærslu á Facebook. Össur segist hafa þegið boð um að vera ræðumaður á skötukvöldi til styrktar góðu málefni á Hellu sem þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson stóð fyrir í gærkvöldi. „Maður segir ekki nei við því,“ segir Össur og ákveður í framhaldinu að deila með lesendum sínum „sögu“ af Brynjari sem sé glæný og því sem næst dagsönn. Fróðlegt verður að sjá hvernig Brynjar bregst við brandara kollega síns á þinginu.Vísir/Vilhelm Gefum Össuri orðið: Einsog menn muna lofaði hann á Fésbók að bestu manna ráðum að mæta í þingsal berrassaður - á bindinu einu klæða. Daginn sem þetta átti að gerast fékk Brynjar lánaðan sæg skrautlegra binda og kallaði síðan á Jón Gunnarsson, alþingismann, til að velja með sér flottasta bindi þingsögunnar. Þegar þingmaðurinn var kominn berrassaður á Adamsklæðin ein kom í ljós að hann hafði gert sér töluvert aðra mynd af sjálfum sér en birtist þeim félögum nú af nokkru vægðarleysi í speglinum. Brynjar sá hrukku hér, appelsínuhúð þar, fölgrá hár, þjóhnappa allsigna, eitthvað sem minnti á æðahnút, og loks bylgjuðust torkennilegar fellingar þar sem hann forðum minntist gljástrengds „six-pack.“ „Og hvaða gamla varta er þetta eiginlega?“ spurði hann loks í örvæntingu og benti í spegilinn neðan þindar. Þegar Jón Gunnarsson sagði að í barnaskólanum hefði þetta líffæri stundum verið kallað bibbinn var honum öllum lokið. „Nei, nú er ég hættur við,“ sagði Brynjar brostinni röddu. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig bætti hann við angistarfullur: „Jón minn, nú þarf ég áfallahjálp, geturðu ekki bent mér á eitthvað sem ég get verið stoltur af?“ – Jón Gunnarsson var fljótur til svars: „Þú ert alla vega með mjög góða sjón.“ Skötukvöldið – og sagan sem aldrei var sögðÍ gær rauk ég næstum beint úr ræðuhöldum í þinginu austur á Hellu til að...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, December 13, 2015
Alþingi Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira