Hjálparsími hugsanlegt úrræði fyrir mansalsfórnarlömb Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2015 08:00 Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands. vísir/gva „Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis. Landsnefndin sá um að koma með tillögur að fjórum skuldbindingum á sviði mannréttinda- og mannúðarmála sem íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa nú skuldbundið sig til að vinna að. Ein skuldbindinganna var aðstoð við þolendur mansals á Íslandi. Lítil sem engin úrræði eru í boði í málaflokknum hér á landi. Heitin voru undirrituð á alþjóðlega mannréttindadeginum og afmælisdegi Rauða krossins í síðustu viku. „Nú höfum við skuldbundið okkur til að vinna í þessum málum. Ein hugmyndin er sú að hjálparsíminn yrði eins konar gátt fyrir þolendur mansals og myndi starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins þekkja hvernig eigi að vinna úr símtölum sem inn koma og vísa málum í réttan farveg,“ segir Atli Viðar. Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að verja fimm milljónum króna í kostnað við framkvæmd skuldbindinganna. Að sögn Atla Viðars gæti hluti þess fjár verið notaður til að greiða fyrir útvíkkað hlutverk hjálparsímans. „Það á þó eftir að útfæra þessa skuldbindingu nánar en það má alveg gera ráð fyrir því að hluti af þessum peningum færi til hjálparsímans meðal annars til að aðlaga þjónustuna að þessu nýja hlutverki.“ Að sögn Atla Viðars þyrfti að auglýsa hjálparsímann. Það yrði gert meðal annars með því að setja upp auglýsingar á nokkrum tungumálum þar sem líklegast er að möguleg fórnarlömb sjái auglýsinguna. Í því samhengi hafi verið rætt um að setja upp auglýsingar í Leifsstöð. „Leggja þyrfti áherslu á sýnileika og að auglýsingin væri í senn skýr og einföld. Það þarf að leggja mikla áherslu á þjálfun og fræðslu til allra sem koma að málaflokknum til að tryggja sem bestu upplýsingar og aðstoð við fórnarlömb mansals,“ segir Atli Viðar. Mansal í Vík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
„Ein tillagan sem við höfum rætt er að hjálparsími Rauða krossins verði sá staður sem þolendur mansals geti hringt í og meðal annars fengið leiðbeiningar um hvert þeir eigi að leita,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða kross Íslands, sem er í landsnefnd um mannúðarrétt undir forystu utanríkisráðuneytis. Landsnefndin sá um að koma með tillögur að fjórum skuldbindingum á sviði mannréttinda- og mannúðarmála sem íslensk stjórnvöld og Rauði kross Íslands hafa nú skuldbundið sig til að vinna að. Ein skuldbindinganna var aðstoð við þolendur mansals á Íslandi. Lítil sem engin úrræði eru í boði í málaflokknum hér á landi. Heitin voru undirrituð á alþjóðlega mannréttindadeginum og afmælisdegi Rauða krossins í síðustu viku. „Nú höfum við skuldbundið okkur til að vinna í þessum málum. Ein hugmyndin er sú að hjálparsíminn yrði eins konar gátt fyrir þolendur mansals og myndi starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins þekkja hvernig eigi að vinna úr símtölum sem inn koma og vísa málum í réttan farveg,“ segir Atli Viðar. Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að verja fimm milljónum króna í kostnað við framkvæmd skuldbindinganna. Að sögn Atla Viðars gæti hluti þess fjár verið notaður til að greiða fyrir útvíkkað hlutverk hjálparsímans. „Það á þó eftir að útfæra þessa skuldbindingu nánar en það má alveg gera ráð fyrir því að hluti af þessum peningum færi til hjálparsímans meðal annars til að aðlaga þjónustuna að þessu nýja hlutverki.“ Að sögn Atla Viðars þyrfti að auglýsa hjálparsímann. Það yrði gert meðal annars með því að setja upp auglýsingar á nokkrum tungumálum þar sem líklegast er að möguleg fórnarlömb sjái auglýsinguna. Í því samhengi hafi verið rætt um að setja upp auglýsingar í Leifsstöð. „Leggja þyrfti áherslu á sýnileika og að auglýsingin væri í senn skýr og einföld. Það þarf að leggja mikla áherslu á þjálfun og fræðslu til allra sem koma að málaflokknum til að tryggja sem bestu upplýsingar og aðstoð við fórnarlömb mansals,“ segir Atli Viðar.
Mansal í Vík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira