Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 87-71 | Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn Styrmir Gauti Fjeldsted í Ljónagryfjunni skrifar 18. desember 2015 22:15 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, átti fínan leik í kvöld. vísir/anton Njarðvík og Grindvík áttust við í kvöld í alvöru Suðurnesjaslag í Ljónagryfjjunni þar sem tvö Kanalaus lið mættust. Njarðvík vann góðan sigur á Haukum í seinustu umferð á meðan Grindavík tapaði illa gegn Tindastól. Bæði lið mættu tilbúin til leiks í kvöld og var mikill hraði í upphafi leiks þar sem liðin skiptust á að skora. Þorleifi Ólafssyni finnst fátt skemmtilegra en að eiga góðan leik gegn Njarðvík en hann mætti vel stemmdur til leiks í kvöld og hitti hann úr fyrstu tveim þriggja stiga skotum sínum. Njarðvíkingum tókst að byggja upp níu stiga forskot undir lok fyrsta leikhluta en Jóhann Ólafsson ákvað þá að setja niður skot frá miðju í þann mund sem lokaflautan gall og staðan því eftir fyrsta leikhluta 25-19. Njarðvík hélt áfram að leiða í öðrum leikhluta og tókst þeim að koma muninum upp í átta stig um miðjan leikhlutann þar sem varnarleikur þeirra var mjög góður og áttu gestirnir í stökustu vandræðum með að ná almennilegu skoti. Grindvíkingar náðu ágætis kafla undir lok hálfleiksins og var staðan í hálfleik 40-36 í jöfnum og hröðum leik. Atkvæðamestir í hálfleik hjá Njarðvík voru þeir Logi Gunnarsson með 10 stig, Hjörtur með 9 stig og Haukur Helgi með 6 stig og 6 fráköst. Í liði gestanna var Þorleifur Ólafsson kominn með 11 stig og eftir honum kom Ómar Sævarsson með 8 stig og 6 fráköst. Liðunum gekk erfiðlega að skora í byrjun seinni hálfleiks sem og stíga út því byrjun seinni hálfleiksins einkenndist af klikkuðum skotum og sóknarfráköstum þar sem Ómar Sævarsson fór mikinn. Leikar héldust jafnir út leikhlutann en Haukur Helgi endaði hann með glæsilegu þriggja stiga skoti með mann í sér og staðan því 61-55 fyrir seinasta leikhlutann og Njarðvíkingar með yfirhöndina. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var eins og einhver hefði kveikt á Hauk Helga því hann gjörsamlega fór hamförum það sem eftir lifði leiks eftir að hafa verið nokkuð rólegur fram að því. Njarðvík, með Hauk Helga í tröllaham, tókst að byggja upp 10 stiga forskot en ásamt Hauki voru þeir Magic og Logi að spila gríðarlega vel. Lítið gekk hjá gestunum á þessum kafla og voru þeir að hitta fremur illa utan af velli. Grindavík gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn en heimamenn voru ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn en þeir spiluðu fjórða leikhlutann frábærlega í kvöld. Njarðvík hélt áfram að bæta í muninn og unnu að lokum öruggan og mjög góða sigur á grönnum sínum úr Grindavík 87-61. Atkvæðamestur í liði heimamanna í kvöld var Haukur Helgi með 21 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Á eftir honum komu þeir Logi Gunnarsson með 18 stig og Magic Baginski 17 stig. Hjá gestunum var Þorleifur Ólafsson með 17 stig og sex fráköst en eftir honum kom Ómars Sævarsson með 16 stig og 12 fráköst.Njarðvík-Grindavík 87-71 (25-19, 15-17, 21-19, 26-16)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 18/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Hjalti Friðriksson 4/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Hilmar Hafsteinsson 2, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Gabríel Sindri Möller 0.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Þorsteinn Finnbogason 4/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.Friðrik: Öðruvísi bragur á leik okkar Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var kampakátur í leikslok eftir flottan sigur hjá hans mönnum. „Ég var gríðarlega sáttur með stigin tvö því það eru þau sem skipta auðvitað mestu máli. Þegar á reyndi í kvöld fannst mér varnarleikur okkar vera algjörlega til fyrirmyndar og í heildina litið er ég mjög ánægður með karakterinn og samstöðuna í hópnum í kvöld sem og seinustu vikur,“ sagði Frðrik Ingi. Eins og komið hefur fram í fréttum ráku Njarðvíkingar Bandaríkjamann sinn fyrir seinasta leik en við það virðist leikur þeirra hafa breyst til hins betra. „Að ýmsu leiti hefur verið öðruvísi bragur á leik okkar í seinustu tveim leikjum án þess þó að vera kasta rýrð á einn né neinn. En liðið hefur verið að spila vel og þá sérstaklega í seinustu tveim leikjum sem er jákvætt. Við förum nú inn í jólafríið nokkuð sáttir en við þurfum þó að æfa vel yfir jól og áramót svo menn mæti klárir inn í nýja árið.“Jóhann: Verðum að æfa vel um jólin Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eins og gefur að skilja ekki ánægður með tapið en honum fannst þó Njarðvíkingar einfaldlega vinna leikinn í lokinn. „Frammistaðan í kvöld var alls ekkert slök í rauninni. Við einfaldlega hittum mjög illa í kvöld þrátt fyrir að fá nóg af opnum skotum. Að sama skapi var Njarðvík að hitta úr mjög erfiðum skotum og fannst mér munurinn aðallega liggja þar. Það dregur úr manni kraft að sjá andstæðing hitta úr erfiðum skotum eftir að hafa spilað góða vörn og fannst mér koma smá vonleysi í leik okkar undir loks leiks,“ segir Jóhann. Grindvíkingar fara inn í jólafríið með átta stig en ýmislegt hefur gengið á í herbúðum þeirra það sem af er móts. „Átta stig eftir hálfnað mót er algjörlega úr takt við markmið okkar fyrir tímabilið. Það hefur auðvitað mikið gengið á hjá okkur og höfum við spilað lungað af mótinu Kanalausir ásamt að meiðsl hafa verið að hrjá okkur. Við ætluðum okkur klárlega að gera betur og því verðum við að æfa vel yfir jólin og mæta svo sterkir til leiks í næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira
Njarðvík og Grindvík áttust við í kvöld í alvöru Suðurnesjaslag í Ljónagryfjjunni þar sem tvö Kanalaus lið mættust. Njarðvík vann góðan sigur á Haukum í seinustu umferð á meðan Grindavík tapaði illa gegn Tindastól. Bæði lið mættu tilbúin til leiks í kvöld og var mikill hraði í upphafi leiks þar sem liðin skiptust á að skora. Þorleifi Ólafssyni finnst fátt skemmtilegra en að eiga góðan leik gegn Njarðvík en hann mætti vel stemmdur til leiks í kvöld og hitti hann úr fyrstu tveim þriggja stiga skotum sínum. Njarðvíkingum tókst að byggja upp níu stiga forskot undir lok fyrsta leikhluta en Jóhann Ólafsson ákvað þá að setja niður skot frá miðju í þann mund sem lokaflautan gall og staðan því eftir fyrsta leikhluta 25-19. Njarðvík hélt áfram að leiða í öðrum leikhluta og tókst þeim að koma muninum upp í átta stig um miðjan leikhlutann þar sem varnarleikur þeirra var mjög góður og áttu gestirnir í stökustu vandræðum með að ná almennilegu skoti. Grindvíkingar náðu ágætis kafla undir lok hálfleiksins og var staðan í hálfleik 40-36 í jöfnum og hröðum leik. Atkvæðamestir í hálfleik hjá Njarðvík voru þeir Logi Gunnarsson með 10 stig, Hjörtur með 9 stig og Haukur Helgi með 6 stig og 6 fráköst. Í liði gestanna var Þorleifur Ólafsson kominn með 11 stig og eftir honum kom Ómar Sævarsson með 8 stig og 6 fráköst. Liðunum gekk erfiðlega að skora í byrjun seinni hálfleiks sem og stíga út því byrjun seinni hálfleiksins einkenndist af klikkuðum skotum og sóknarfráköstum þar sem Ómar Sævarsson fór mikinn. Leikar héldust jafnir út leikhlutann en Haukur Helgi endaði hann með glæsilegu þriggja stiga skoti með mann í sér og staðan því 61-55 fyrir seinasta leikhlutann og Njarðvíkingar með yfirhöndina. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var eins og einhver hefði kveikt á Hauk Helga því hann gjörsamlega fór hamförum það sem eftir lifði leiks eftir að hafa verið nokkuð rólegur fram að því. Njarðvík, með Hauk Helga í tröllaham, tókst að byggja upp 10 stiga forskot en ásamt Hauki voru þeir Magic og Logi að spila gríðarlega vel. Lítið gekk hjá gestunum á þessum kafla og voru þeir að hitta fremur illa utan af velli. Grindavík gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn en heimamenn voru ekki á þeim buxunum að hleypa gestunum inn í leikinn en þeir spiluðu fjórða leikhlutann frábærlega í kvöld. Njarðvík hélt áfram að bæta í muninn og unnu að lokum öruggan og mjög góða sigur á grönnum sínum úr Grindavík 87-61. Atkvæðamestur í liði heimamanna í kvöld var Haukur Helgi með 21 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Á eftir honum komu þeir Logi Gunnarsson með 18 stig og Magic Baginski 17 stig. Hjá gestunum var Þorleifur Ólafsson með 17 stig og sex fráköst en eftir honum kom Ómars Sævarsson með 16 stig og 12 fráköst.Njarðvík-Grindavík 87-71 (25-19, 15-17, 21-19, 26-16)Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 18/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Hjalti Friðriksson 4/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Hilmar Hafsteinsson 2, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Gabríel Sindri Möller 0.Grindavík: Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Þorsteinn Finnbogason 4/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.Friðrik: Öðruvísi bragur á leik okkar Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var kampakátur í leikslok eftir flottan sigur hjá hans mönnum. „Ég var gríðarlega sáttur með stigin tvö því það eru þau sem skipta auðvitað mestu máli. Þegar á reyndi í kvöld fannst mér varnarleikur okkar vera algjörlega til fyrirmyndar og í heildina litið er ég mjög ánægður með karakterinn og samstöðuna í hópnum í kvöld sem og seinustu vikur,“ sagði Frðrik Ingi. Eins og komið hefur fram í fréttum ráku Njarðvíkingar Bandaríkjamann sinn fyrir seinasta leik en við það virðist leikur þeirra hafa breyst til hins betra. „Að ýmsu leiti hefur verið öðruvísi bragur á leik okkar í seinustu tveim leikjum án þess þó að vera kasta rýrð á einn né neinn. En liðið hefur verið að spila vel og þá sérstaklega í seinustu tveim leikjum sem er jákvætt. Við förum nú inn í jólafríið nokkuð sáttir en við þurfum þó að æfa vel yfir jól og áramót svo menn mæti klárir inn í nýja árið.“Jóhann: Verðum að æfa vel um jólin Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eins og gefur að skilja ekki ánægður með tapið en honum fannst þó Njarðvíkingar einfaldlega vinna leikinn í lokinn. „Frammistaðan í kvöld var alls ekkert slök í rauninni. Við einfaldlega hittum mjög illa í kvöld þrátt fyrir að fá nóg af opnum skotum. Að sama skapi var Njarðvík að hitta úr mjög erfiðum skotum og fannst mér munurinn aðallega liggja þar. Það dregur úr manni kraft að sjá andstæðing hitta úr erfiðum skotum eftir að hafa spilað góða vörn og fannst mér koma smá vonleysi í leik okkar undir loks leiks,“ segir Jóhann. Grindvíkingar fara inn í jólafríið með átta stig en ýmislegt hefur gengið á í herbúðum þeirra það sem af er móts. „Átta stig eftir hálfnað mót er algjörlega úr takt við markmið okkar fyrir tímabilið. Það hefur auðvitað mikið gengið á hjá okkur og höfum við spilað lungað af mótinu Kanalausir ásamt að meiðsl hafa verið að hrjá okkur. Við ætluðum okkur klárlega að gera betur og því verðum við að æfa vel yfir jólin og mæta svo sterkir til leiks í næsta leik.“Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Sjá meira