Lesið upp á Gljúfrasteini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2015 16:15 Óskar Árni Óskarsson skáld og rithöfundur les upp að Gljúfrasteini á morgun ásamt fleirum. Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira