Hlakkar til að fara í bíó og fá sér popp Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Lilja bíður spennt eftir að sjá myndina á hvíta tjaldinu og hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Vísir/AntonBrink Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira