Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 Magnús Guðmundsson skrifar 3. desember 2015 12:30 Höfundarnir sem eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2015 Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 en verðlaunað er í þremur flokkum; fagurbókmenntum, barna- og unglingabókmenntum og flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Fjöruverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2007 og eru ætluð til þess að hampa og vekja athygli á hlut kvenna í íslenskum bókmenntum sem og að hvetja konur til dáða við ritstörf. En gildi sérstakra bókmenntaverðlauna hefur sannað sig á síðustu árum bæði í Bretlandi sem og hér heima. Í ár eru eftirtaldar bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna: Í flokki fagurbókmennta: Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur og Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen. Dómnefndina skipuðu: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Salka Guðmundsdóttir. Í flokki barna- og unglingabókmennta: Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur, Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur. Dómnefndina skipuðu: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, Júlía Margrét Axelsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur. Dómnefndina skipuðu Erna Magnúsdóttir, Erla Elíasdóttir Völudóttir og Sigurrós Erlingsdóttir. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 en verðlaunað er í þremur flokkum; fagurbókmenntum, barna- og unglingabókmenntum og flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Fjöruverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2007 og eru ætluð til þess að hampa og vekja athygli á hlut kvenna í íslenskum bókmenntum sem og að hvetja konur til dáða við ritstörf. En gildi sérstakra bókmenntaverðlauna hefur sannað sig á síðustu árum bæði í Bretlandi sem og hér heima. Í ár eru eftirtaldar bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna: Í flokki fagurbókmennta: Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur og Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen. Dómnefndina skipuðu: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Salka Guðmundsdóttir. Í flokki barna- og unglingabókmennta: Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur, Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur. Dómnefndina skipuðu: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, Júlía Margrét Axelsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur. Dómnefndina skipuðu Erna Magnúsdóttir, Erla Elíasdóttir Völudóttir og Sigurrós Erlingsdóttir.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira