Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 10:54 Árásin er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Vísir/AFP Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles. Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles.
Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42