Dósent í ritlist: Konur hafa umtalsverð ítök í bókmenntaheiminum Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. desember 2015 12:19 Rúnar Helgi Vignisson vísir/pjetur Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands, segir aðeins herslumuninn vanta upp á til að jafnvægi náist milli kynjanna í bókabransanum. Þegar blaðamaður ræddi við Rúnar vegna málsins vildi hann ítreka að tölurnar sem fylgja fréttinni séu birtar með fyrirvara. Þá vilji hann koma því að að þessar hugrenningar hans séu ekki birtar til þess að koma höggi á konur, heldur til þess að reyna að opna augu þeirra fyrir því að þær hafi allt að vinna í þessum heimi. „Ég tel fulla ástæðu til þess að þær geti farið að skilgreina sig sem fullgilda þátttakendur í þessum heimi og ef þær ná að tileinka sér þá afstöðu muni það efla þær sem höfunda ef eitthvað er. Fyrir mér eru þær fullgildir þátttakendur og vel það.”Er bókmenntaheimurinn svona karllægur?Rúnar fer yfir málið á Facebook síðu sinni í dag, þar sem hann hefur langa færslu á að vísa í orð Halldóru K. Thoroddsen, sem lét hafa eftir sér á dögunum að bókmenntaheimurinn væri karllægur og þess vegna væri mikil þörf á Fjöruverðlaununum, sérstökum bókmenntaverðlaunum kvenna. „Nú efast ég ekki um að konum finnist þetta því að ég heyri þetta oft. En er bókmenntaheimurinn eins karllægur og þeim finnst? Skoðum málið aðeins.” Rúnar nefnir að formaður Rithöfundasambandsins sé kona sem tók við af konu. „Framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins til margra ára er kona og tók við af konu, framkvæmdastjóri Hagþenkis er kona, formaður stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er kona, báðir starfsmenn Miðstöðvarinnar eru konur og konur eru í meirihluta í stjórninni, kona er formaður stjórnar listamannalauna og konur eiga þar 2 fulltrúa af 3, báðir verkefnastjórar Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO eru konur og konur eiga þar 7 stjórnarmenn af 11. Lausleg talning á starfsfólki sem gefið er upp á stærsta forlagi landsins sýnir að 28 starfsmenn af 43 eru konur, þar af 9 ritstjórar af 12.”Konur kaupa og lesa meirihluta bókaRúnar Helgi heldur upptalningunni áfram, nefnir að útgáfustjóri Bjarts sé kona og konur reki Sölku og Bókabeituna og fleiri forlög. „Konur eru í miklum meirihluta ritlistarnema og þær eru sem kennarar öflugar við bókmenntakennslu í skólakerfinu, sem nemendur á bókmenntanámskeiðum eru þær í miklum meirihluta, útgefendur hafa margoft lýst yfir að þær kaupi og lesi meirihluta bóka. Þær eru örugglega í miklum meirihluta leshringja um allt land, á vefsíðu Eymundsson, stærsta bóksala landsins má sjá að þar vinna 27 konur á móti 15 körlum og sá ég ekki betur en 12 af 16 verslunarstjórum væru kvenkyns. Landsbókavörður er kona, borgarbókavörður er kona og talning mín á starfsfólki þar á bæ sagði mér að 75 konur af 98 starfmönnum væru konur, konur eiga 4 fulltrúa af 9 í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda.” Einhverju kann að skeika á sunnudagsmorgniRúnar segir að einhverju kunni að skeika í talningum sínum á sunnudagsmorgni, en niðurstaða hans sé þessi: Konur hafa umtalsverð ítök í bókmenntaheiminum. „Auðvitað eiga þær sumpart á brattann að sækja í þessum bransa, af sögulegum ástæðum, það eru jú færri konur í Rithöfundasambandinu en karlar enn sem komið er, þær eru 41% félagsmanna sem helst nokkurn veginn í hendur við fjölda uppgefinna kvenhöfunda í Bókatíðindum 2015, 39%. Konur voru 43% þeirra sem fengu úthlutun úr Launasjóði rithöfunda 2014 og fengu 42% mánaðarlauna sem veitt voru. Hins vegar voru kynjahlutföllin einkennilega broguð þegar kom að tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og þýðingaverðlaunanna í síðustu viku, einungis 4 konur fengu tilnefningu í hinum þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna en 2 konur fengu tilnefningu til þýðingaverðlaunanna; 30 prósent í heildina sem er svolítið fyrir neðan hlutfall kvenna í RSÍ og Bókatíðindum. Í fyrra var þetta hlutfall þó eðlilegra eða 40%.”Hallar ekki á konur í tilnefningum og úthlutunumHann segir herslumuninn vanta upp á til að jafnvægi náist milli kynjanna í bókabransanum. „Ofangreindar tölur benda til þess að ekki halli neitt að ráði á þær í úthlutunum og tilnefningum. Tölur um bóksölu eftir kyni finn ég ekki í fljótu bragði. En miðað við það sem tölfræðin hér að ofan segir um ítök kvenna í stjórnkerfi bransans ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að þær sæki fram af fullum krafti á næstu árum og fái til þess eðlilegan stuðning. Það yrði fagnaðarefni.” Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands, segir aðeins herslumuninn vanta upp á til að jafnvægi náist milli kynjanna í bókabransanum. Þegar blaðamaður ræddi við Rúnar vegna málsins vildi hann ítreka að tölurnar sem fylgja fréttinni séu birtar með fyrirvara. Þá vilji hann koma því að að þessar hugrenningar hans séu ekki birtar til þess að koma höggi á konur, heldur til þess að reyna að opna augu þeirra fyrir því að þær hafi allt að vinna í þessum heimi. „Ég tel fulla ástæðu til þess að þær geti farið að skilgreina sig sem fullgilda þátttakendur í þessum heimi og ef þær ná að tileinka sér þá afstöðu muni það efla þær sem höfunda ef eitthvað er. Fyrir mér eru þær fullgildir þátttakendur og vel það.”Er bókmenntaheimurinn svona karllægur?Rúnar fer yfir málið á Facebook síðu sinni í dag, þar sem hann hefur langa færslu á að vísa í orð Halldóru K. Thoroddsen, sem lét hafa eftir sér á dögunum að bókmenntaheimurinn væri karllægur og þess vegna væri mikil þörf á Fjöruverðlaununum, sérstökum bókmenntaverðlaunum kvenna. „Nú efast ég ekki um að konum finnist þetta því að ég heyri þetta oft. En er bókmenntaheimurinn eins karllægur og þeim finnst? Skoðum málið aðeins.” Rúnar nefnir að formaður Rithöfundasambandsins sé kona sem tók við af konu. „Framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins til margra ára er kona og tók við af konu, framkvæmdastjóri Hagþenkis er kona, formaður stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er kona, báðir starfsmenn Miðstöðvarinnar eru konur og konur eru í meirihluta í stjórninni, kona er formaður stjórnar listamannalauna og konur eiga þar 2 fulltrúa af 3, báðir verkefnastjórar Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO eru konur og konur eiga þar 7 stjórnarmenn af 11. Lausleg talning á starfsfólki sem gefið er upp á stærsta forlagi landsins sýnir að 28 starfsmenn af 43 eru konur, þar af 9 ritstjórar af 12.”Konur kaupa og lesa meirihluta bókaRúnar Helgi heldur upptalningunni áfram, nefnir að útgáfustjóri Bjarts sé kona og konur reki Sölku og Bókabeituna og fleiri forlög. „Konur eru í miklum meirihluta ritlistarnema og þær eru sem kennarar öflugar við bókmenntakennslu í skólakerfinu, sem nemendur á bókmenntanámskeiðum eru þær í miklum meirihluta, útgefendur hafa margoft lýst yfir að þær kaupi og lesi meirihluta bóka. Þær eru örugglega í miklum meirihluta leshringja um allt land, á vefsíðu Eymundsson, stærsta bóksala landsins má sjá að þar vinna 27 konur á móti 15 körlum og sá ég ekki betur en 12 af 16 verslunarstjórum væru kvenkyns. Landsbókavörður er kona, borgarbókavörður er kona og talning mín á starfsfólki þar á bæ sagði mér að 75 konur af 98 starfmönnum væru konur, konur eiga 4 fulltrúa af 9 í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda.” Einhverju kann að skeika á sunnudagsmorgniRúnar segir að einhverju kunni að skeika í talningum sínum á sunnudagsmorgni, en niðurstaða hans sé þessi: Konur hafa umtalsverð ítök í bókmenntaheiminum. „Auðvitað eiga þær sumpart á brattann að sækja í þessum bransa, af sögulegum ástæðum, það eru jú færri konur í Rithöfundasambandinu en karlar enn sem komið er, þær eru 41% félagsmanna sem helst nokkurn veginn í hendur við fjölda uppgefinna kvenhöfunda í Bókatíðindum 2015, 39%. Konur voru 43% þeirra sem fengu úthlutun úr Launasjóði rithöfunda 2014 og fengu 42% mánaðarlauna sem veitt voru. Hins vegar voru kynjahlutföllin einkennilega broguð þegar kom að tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og þýðingaverðlaunanna í síðustu viku, einungis 4 konur fengu tilnefningu í hinum þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna en 2 konur fengu tilnefningu til þýðingaverðlaunanna; 30 prósent í heildina sem er svolítið fyrir neðan hlutfall kvenna í RSÍ og Bókatíðindum. Í fyrra var þetta hlutfall þó eðlilegra eða 40%.”Hallar ekki á konur í tilnefningum og úthlutunumHann segir herslumuninn vanta upp á til að jafnvægi náist milli kynjanna í bókabransanum. „Ofangreindar tölur benda til þess að ekki halli neitt að ráði á þær í úthlutunum og tilnefningum. Tölur um bóksölu eftir kyni finn ég ekki í fljótu bragði. En miðað við það sem tölfræðin hér að ofan segir um ítök kvenna í stjórnkerfi bransans ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að þær sæki fram af fullum krafti á næstu árum og fái til þess eðlilegan stuðning. Það yrði fagnaðarefni.”
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira