Brussel enn í herkví Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Hermenn vakta verslunarmiðstöðina Galerie de la Reine í Brussel. Fréttablaðið/EPA Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“ Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, segir að hættuástand, sem lýst var yfir í Brussel á laugardaginn, haldi áfram í dag. Lestarstöðvar, skólar og háskólar voru ekki opnaðar í Brussel í morgun. „Hættuástandi vegna hryðjuverka linnir ekki fyrr en Salah Abdeslam hefur verið handsamaður,“ sagði Jan Jambon, innanríkisráðherra Belga, við flæmska fjölmiðla í gær. Þá upplýsti Jambon að leitin næði til fleiri grunaðra hryðjuverkamanna. Tyrkneska lögreglan handtók á laugardag þrjá menn grunaða um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Einn þeirra er belgískur ríkisborgari. Leitin að Salah Abdeslam, meintum geranda í árásunum í París, hélt áfram um helgina í Brussel án árangurs. Mohamed Abdelslam hefur í fjölmiðlum biðlað til Salah bróður síns að gefa sig fram. Frekar vilji hann sjá bróður sinn í fangelsi en í grafreit. Vinir Salah sögðu ABC fréttastofunni að hann hefði haft samband við þá. Þeir segja Salah hafa klæðst sprengjuvesti í París en fengið bakþanka með að sprengja sig í loft upp. Liðsmenn Íslamska ríkisins séu ósáttir við það. Mikill viðbúnaður er í Brussel, hermenn og brynvagnar á götum úti. Um þúsund hermenn vakta verslanir, veitingastaði, ríkisstofnanir og stofnanir Evrópusambandsins. Sorglegt að sjá borgina í þessu ástandiMaite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel„Ég vona að þetta ástand líði fljótt hjá,“ segir Maite Morren, fulltrúi í hverfisstjórn Ixelle-hverfis nærri miðborg Brussel, í samtali við Fréttablaðið. Hún er sorgmædd yfir því að sjá borgina sína, sem gjarnan iðar af lífi, í þessu ástandi. „Flestir sem ég þekki eru samt mjög yfirvegaðir.“ Hún segir fáa á ferli úti á götu. Margar verslanir og samkomustaðir hafi lokað og nú eru borgaryfirvöld að ákveða hvort skólum verði lokað í dag. „Ég ætlaði að sækja viðburð á laugardaginn fyrir unga listamenn en honum var frestað. Þá ætlaði ég í partí sama kvöld en því var aflýst.“ Óhuggulega hljóðláttVilhjálmur Ólafsson íbúi í Brussel„Stemningin var mjög sérstök í gær. Það er erfitt að lýsa því án þess að undirstrika það fyrst hversu lífleg Brussel er almennt á laugardögum,“ segir Vilhjálmur Ólafsson, íbúi í Brussel. „Í gær var eins og miðbærinn hefði verið rýmdur. Það var erfitt fyrir okkur að sjá þetta. Það voru fáir á ferli þar sem allt er venjulega iðandi af lífi.“ Þeir sem hafi verið á ferli hafi verið á hraðferð og borgin verið óhuggulega hljóðlát. Vilhjálmur segir borgarlífið þó hafa tekið ögn við sér á sunnudag. „Ég var aldrei raunverulega hræddur um líf mitt en ég, eins og allir aðrir Brusselbúar, hafði varann á.“
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira