Pistlahöfundur á lyfjum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. nóvember 2015 09:00 Skrautbúinn maður rétti mér miða. Ég leit á og sá að hann var að bjóða stinningarlyf, vörn gegn illa auganu, seið til að vinna ástir kvenna og síðan sérstakt lygalyf. Þetta vakti athygli mína þó ég sé ýmsu vanur á leið minni heim úr vinnu enda margt kynlegra kvista í Malagaborg. Ég spurði hann út í lygalyfið. Hann opnaði þá leðurskjóðu mikla og rétti síðan fram lítinn poka með hvítu dufti og opnaði hann. Þetta leit út eins og kókaín eða hreinlega lyftiduft. Svo sagði hann stoltur: „Með þessu er hægt að ljúga kinnroðalaust hverju sem er, meira að segja sálfræðingar gætu ekki greint þar nokkuð gruggugt. Þar sem það eru kosningar í næsta mánuði býð ég sérstakan afslátt.“ Ég hef séð aðeins of margar bíómyndir um dagana svo ég dýfði löngutöng ofan í pokann og stakk síðan puttanum upp í mig. Maðurinn, sem sagðist vera frá Nígeríu, var ekki ánægður með þetta. Spurði hvern fjárann ég væri að hugsa, þetta væri rándýrt efni, unnið úr nashyrningahorni og sænsku skapahári. Hann vildi rukka mig um tvo skammta. Mér þótti þetta náttúrlega afskaplega leitt en ekki lengi þó. Ég var nefnilega rétt kominn fyrir horn þegar lögreglumaður gómaði mig og spurði hvað ég hefði verið að vilja með kaupmanninum atarna. Mér til mikillar hrellingar komst ég að því að ég gat engu logið að lögreglunni og átti ég þó að vera búinn með dágóðan skammt af lygalyfinu. Þetta hefur allt verið lygi hjá honum bölvuðum, hugsaði ég með mér. Svo kom ég heim, ákvað að breyta svolítið til og setti hár mitt í tagl. Síðan settist ég niður við tölvuna og ákvað að fara að skrifa þennan pistil. Allt í einu þegar ég var búinn að opna word-skjalið fann ég að lyfið var farið að virka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skrautbúinn maður rétti mér miða. Ég leit á og sá að hann var að bjóða stinningarlyf, vörn gegn illa auganu, seið til að vinna ástir kvenna og síðan sérstakt lygalyf. Þetta vakti athygli mína þó ég sé ýmsu vanur á leið minni heim úr vinnu enda margt kynlegra kvista í Malagaborg. Ég spurði hann út í lygalyfið. Hann opnaði þá leðurskjóðu mikla og rétti síðan fram lítinn poka með hvítu dufti og opnaði hann. Þetta leit út eins og kókaín eða hreinlega lyftiduft. Svo sagði hann stoltur: „Með þessu er hægt að ljúga kinnroðalaust hverju sem er, meira að segja sálfræðingar gætu ekki greint þar nokkuð gruggugt. Þar sem það eru kosningar í næsta mánuði býð ég sérstakan afslátt.“ Ég hef séð aðeins of margar bíómyndir um dagana svo ég dýfði löngutöng ofan í pokann og stakk síðan puttanum upp í mig. Maðurinn, sem sagðist vera frá Nígeríu, var ekki ánægður með þetta. Spurði hvern fjárann ég væri að hugsa, þetta væri rándýrt efni, unnið úr nashyrningahorni og sænsku skapahári. Hann vildi rukka mig um tvo skammta. Mér þótti þetta náttúrlega afskaplega leitt en ekki lengi þó. Ég var nefnilega rétt kominn fyrir horn þegar lögreglumaður gómaði mig og spurði hvað ég hefði verið að vilja með kaupmanninum atarna. Mér til mikillar hrellingar komst ég að því að ég gat engu logið að lögreglunni og átti ég þó að vera búinn með dágóðan skammt af lygalyfinu. Þetta hefur allt verið lygi hjá honum bölvuðum, hugsaði ég með mér. Svo kom ég heim, ákvað að breyta svolítið til og setti hár mitt í tagl. Síðan settist ég niður við tölvuna og ákvað að fara að skrifa þennan pistil. Allt í einu þegar ég var búinn að opna word-skjalið fann ég að lyfið var farið að virka.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun