Spaugstofan er að rífa þakið af Þjóðleikhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2015 16:09 Spaugstofumenn trylla lýðinn í Þjóðleikhúsinu; þeir eiga enn heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin hjá þeim. Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu. Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Sýning Spaugstofunnar „Yfir til þín“ í Þjóðleikhúsinu hefur slegið í gegn svo um munar. Menn muna ekki aðra eins stemmningu og ríkir á sýningum þeirra Pálma Gestssonar, Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Randvers Þorlákssonar og Arnar Árnasonar. „Já, þetta er bara eins og á Bieber-tónleikum,“ segir Pálmi.Bieber? Þú meinar einsog á Stones-tónleikum? „Já, kannski frekar Stones-tónleikum. Ók,“ segir Pálmi í samtali við Vísi. Pálmi er í engu að ýkja, stemmningin á miðnætursýningum er mikil og syngja gestir hástöfum með eins og sjá má að meðfylgjandi vídeóklippu sem tekin var á einni sýningunni. Fullt er uppí rjáfur, og komast færri að en vilja.Pálmi frændi og félagar gjörsamlega að slá í gegn.Posted by Benedikt Sigurðsson on 21. nóvember 2015En, ef þú ert alveg hreinskilinn, menn bjuggust kannski ekki við þessum miklu og góðu viðtökum? „Jahh, við kannski, vissum svo sem ekkert alveg endilega hvernig þessu yrði tekið en það er greinilega meira en nóg eftir hjá þessum hópi manna.“ Pálmi segir að það gangi vel hjá Þjóðleikhúsinu núna, nóg á fjölunum og því eru sýningar Spaugstofunnar settar á sem ekki hafa þótt söluvænlegir tímar, eins og á miðvikudagskvöldum og svo miðnætursýningar. „Og það er bara alltaf fullt uppí rjáfur. Og við förum í lögreglufylgd út bakdyramegin. Spaugstofan has left the building,“ fíflast Pálmi.Rífandi stemning á SpaugstofunniSpaugstofan hefur svo sannarlega slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu. Svona var stemningin á miðnætursýningu á Yfir til þín síðasta laugardagskvöld þar sem áhorfendur sungu fullum hálsi með þeim Spaugstofumönnum.Posted by Þjóðleikhúsið on 24. nóvember 2015En, hvernig má skýra þessi læti? Pálmi heldur að það sé einfaldlega alltaf pláss fyrir gott grín og góðan húmor. En, sýningin er einskonar kabarettsýning. „Já, við erum meira og minna allir aldir upp þarna í Þjóðleikhúsinu. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri hefur reynst okkur betri en enginn, okkur fannst við eiga heima þarna. Við erum allir leikhúsmenn, þetta er ekki bara einhvers konar þorrablótsskemmtun, þetta er sýning, það er rammi utan um þetta. Og nokkur klassísk atriði, og svo ný atriði í takti við líðandi stundu. Og svo er þetta afmælissýning; við ákváðum að við erum 30 ára þó kannski megi reikna það öðru vísi, þetta liggur einhvers staðar á 25 til 35 ára bilinu.“ Til stóð að sýna fram að jólum en viðtökurnar gefa tilefni til að taka upp þráðinn eftir áramót. „Já, það er brjáluð stemmning og við höfum ógurlega gaman að þessu sjálfir.“En, voruð þið ekki farnir að óttast að þið væruð sprungnir á limminu? Þetta væri búið? „Neineineinei, við vitum það sjálfir að það er nóg eftir í okkur og við eigum fullt erindi. En, við vissum auðvitað ekkert hvernig þessu yrði tekið. En, við eigum fullt erindi, menn á toppi síns ferlis; eigum heilmikið inni hjá þjóðinni og þjóðin á heilmikið inni hjá okkur,“ segir Pálmi Gestsson, kátur að vonum með ganginn í gamninu.
Justin Bieber á Íslandi Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira