Öll þurfum við að borða Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Alla mína tíð á vinnumarkaði, hjá öllum þeim sem ég hef unnið fyrir hefur „aldrei verið til neinn peningur“. Þið kannist við þessar ræður. „Það er hart í ári“, „þú veist hvernig þetta er“, bla bla bla. Ég hef reyndar komist að því að það er til nóg af peningum, þeim er hins vegar ætlað að fara eitthvað annað en til mín. Endurorðum þetta: „Það er ekki til neinn peningur handa ÞÉR“. Því að þannig er það. Ég fór að hugsa um þessi mál vegna átaks sem SÍM, Samband íslenskra myndlistarmanna, hefur hrundið af stað undir yfirskriftinni „Við borgum myndlistarmönnum“. Þar er m.a. verið að knýja á um að opinberir aðilar borgi myndlistarmönnum fyrir verkframlag sitt er þeir sýna á vegum þeirra eða eins og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarmaður og meðlimur í Gjörningaklúbbnum, orðaði það á Fésbókarvegg sínum: „Sýnum samstöðu með þeirri mjög svo hæversku hugmynd að myndlistarfólk fái greitt fyrir að vinna og sýna myndlistarverk í opinberum söfnum rétt eins og leikstjórar fá greitt fyrir að setja upp sýningu hjá Þjóðleikhúsinu eða hljóðfæraleikarar sem spila hjá Sinfó.“ Á skakk og skjön Einfalt mál. Eða hvað? Það er umhugsunarvert hvernig þessir hlutir eru stundum á skakk og skjön. Þegar hrært er í góðgerðartónleika gefa tónlistarmennirnir vinnu sína en ljósamaðurinn ekki. Leikstjóra dytti ekki í hug að gefa Þjóðleikhúsinu, sem fær rekstrarfé frá okkur, vinnu sína vegna þess að það væri „góð auglýsing“ fyrir hann en annað á víst að gegna um fólk sem var svo óheppið að velja sér annan vettvang fyrir sköpunarkraftinn. Vont er það í þeim geira sem ég starfa í, dægurtónlistinni, þar sem fólk verður nánast hvumsa ef listamaðurinn fer fram á laun fyrir vinnu sína. „Finnst þér ekki gaman að spila?“ Nú eða sýna verkin þín? Eða leika á fiðluna eða leikstýra ástríðufullum leikhópi? Auðvitað er það gaman en allir þessir aðilar þurfa að borða – líka myndlistarmaðurinn. Allir þurfa þeir fé til að koma sér á milli staða, kaupa efni, borga leiguna o.s.frv.. En að sumum séu gefin ráð á því en öðrum ekki, það gengur eðlilega ekki upp. Að þeir hlutir sem auðga þetta líf, halda uppi geðheilsunni og stuðla að margvíslegri mannrækt – þ.e. listaverk af öllum toga (og þar með talin myndlist) – séu álitnir ókeypis og að þeir sem leggi þá fram eigi að tosa þá niður úr skýjunum einhvern veginn er bagaleg tímaskekkja. Það sem er á skakk og skjön er hins vegar hægt að laga. Svo fremi að fólk opni augun og sjái að það er engum til gagns að keyra kerfið á þennan máta. Vonandi verður þetta góða og gegna framtak SÍM til að knýja á um raunverulegar breytingar hvað þetta varðar og það ekki seinna en nú.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun