Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Höttur 95-81 | ÍR landaði stigunum Árni Jóhannsson í Hertz-hellinum skrifar 26. nóvember 2015 22:15 Björgvin Hafþór Ríkharðsson sækir á Tobin Carberry. vísir/anton brink ÍR-ingar lönduðu þriðja sigri sínum í vetur fyrr í kvöld þegar þeir lögðu Hött af velli 95-81. Heimamenn náðu tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Höttur er því enn án stiga á botni deildarinnar en ÍR er komið með sex stig. Höttur byrjaði örlítið betur í leiknum í kvöld og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Eftir það náði ÍR 9-0 sprett og þar með öllum völdum í leiknum. Heimamenn komust mest 12 stigum yfir í fyrsta leikhluta og á meðan þeim gekk allt í haginn að opna vörn gestanna þá var Höttur í stökustu vandræðum með sinn sóknarleik. Tobin Carberry, aðalskorari Hattar, var t.d. stigalaus í fyrsta leikhluta. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleik Hattar var Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 13 stig í leikhlutanum. Að leikhlutanum loknum var staðan 28-17. Sömu söguna er að segja af öðrum leikhluta, Höttur í vandræðum og heimamenn léku við hvern sinn fingur. Leikhlutinn var þó í eign Kristjáns Péturs Andréssonar, skuldlaust. Strákurinn gekk úr mannlegum ham sallaði niður fimm þristum í átta skotum og endaði leikhlutann með 17 stig. Sannkölluð flugeldasýning. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 52-36 fyrir ÍR og sigurinn blasti við Breiðhyltingum. Aðeins meira lífsmark var með gestunum í þriðja leikhluta heldur hafði verið í fyrri hálfleik. Þeir hertu á sínum leik og uppskáru það að ná forskotinu úr 20 stigum niður í 10 stig en við það virtist gasið klárast og ÍR-ingar gengur á lagið. Hertu vörnina aftur og fóru að leyfa sóknum sínum að fljóta betur og opna gestina. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 74-59. ÍR-ingar slökuðu ekki á klónni í seinasta leikhlutanum og voru búnir að auka muninn aftur upp í 20 stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Gestirnir frá Egilsstöðum ógnuðu aldrei forskoti heimamanna og fór að lokum að ÍR vann 95-81. Góð vörn og ákveðinn sóknarleikur sköpuðu þennan sigur í kvöld fyrir Breiðhyltinga en Höttur leitar enn að sínum fyrsta sigri en staða liðsins hlýtur að fara að reyna á andlega hlið leikmanna Hattar. Jonathan Mitchell var stigahæstur heimamanna með 22 stig ásamt því að rífa niður 11 fráköst. Gestirnir fengu flest stig frá Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 28 stig.ÍR-Höttur 95-81 (28-17, 24-19, 22-23, 21-22)ÍR: Jonathan Mitchell 22/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 19, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Sveinbjörn Claessen 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Trausti Eiríksson 2, Daði Berg Grétarsson 2.Höttur: Mirko Stefán Virijevic 28/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 17/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16, Tobin Carberry 15/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst.Borce Ilievski: Það var að duga eða drepast hjá okkur í kvöld Þjálfari ÍR-inga gat verið ánægður með sína menn en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Hann var spurður að því hvað liðið hans hafi gert vel í kvöld. „Við vorum mjög mótiveraðir fyrir leikinn í kvöld fyrst og fremst, við reyndum að spila eins góða vörn og við gátum. Ég er búinn að segja við strákana mína að þetta snýst um vörn fyrst og fremst og veltur það á vörninni hvort við vinnum eða töpum. Við nálguðumst leikinn mjög vel að því leiti. Mér fannst við eiga sigurinn skilið.“ „Þetta var samt ekki auðveldur leikur, við misstum stundum einbeitinguna á köflum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta hjá okkur. Til dæmis á þeim augnablikum þegar úrslitin eru ekki ráðin þá þurfum við að vera einbeittir og spila góða vörn. Ég hafði þá áhyggjur af fjölda tapaðra bolta hjá okkkur, 18 í heildina, það er ekki leyfilegt. Við þurfum að fækka þeim niður í 8 til 11. 18 er of mikið.“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, það var eiginlega að duga eða drepast hjá okkur, ég hef einungis verið með liðinu í níu daga þannig að það er haugur af tækifærum til að bæta leik okkar í framtíðinni.“ Borce var að lokum spurður út í framtíð liðsins í vetur. „Ég hlakka mjög mikið til vetrarins, það er mikið af möguleikum hjá þessu liði. Það er fullt af íþróttamönnum í liðinu sem eru hæfileikaríkir og hafa viljann til þess að bæta leik sinn. Því miður höfum við ekki haft tíma til að laga okkar leik. Við höfum verið að fá á okkur 100 stig að meðaltali en lækkum það niður í dag en við þurfum að koma tölunni undir 75 stig og jafnvel 70.“Viðar Örn Hafsteinsson: Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum „Það var ekkert í leik okkar í dag sem vekur hjá mér bjartsýni. Við lélegir, flatir og varnarleikur okkar var skelfilegur. Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum. ÍR-ingar voru miklu betri en við“, sagði þjálfari Hattar, ómyrkur í máli eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld. „Við reynum að bæta okkar leik í hverri og að menn stígi upp, sóknarleikur okkar var í lagi, við vorum að fá galopin skot en menn verða að hitta úr þeim. Það er erfitt þegar búið er að ganga svona illa, að snúa þessu við, þetta er orðið dálítið andlegt en við verðum að reyna að byggja upp sjálfstraust hjá okkur og finna leiðir til þess að vinna leiki. Hver og einn þarf að finna smá leiðtoga hjá sjálfum sér og koma með inn í liðið. Menn voru svo flatir að menn eiga ekkert gott skilið með svona frammistöðu.“ Tobin Carberry skilaði minna en oft áður fyrir Hött og var Viðar spurður hvort að aðrir þurfi ekki að taka byrðina á sig. „Alveg klárlega, það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri þetta einn, þetta er liðsíþrótt. Hann er að búa til fullt af skotum fyrir okkur en oft verið betri. Það er samt ekki hægt að benda á hann, ég meina Höttur Egilsstöðum tapaði þessum leik í kvöld og saman þurfum við að finna leiðir til að vinna leiki.“ Tweets by @visirkarfa5 vísir/antonvísir/anton Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
ÍR-ingar lönduðu þriðja sigri sínum í vetur fyrr í kvöld þegar þeir lögðu Hött af velli 95-81. Heimamenn náðu tveggja stafa forystu í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Höttur er því enn án stiga á botni deildarinnar en ÍR er komið með sex stig. Höttur byrjaði örlítið betur í leiknum í kvöld og skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins. Eftir það náði ÍR 9-0 sprett og þar með öllum völdum í leiknum. Heimamenn komust mest 12 stigum yfir í fyrsta leikhluta og á meðan þeim gekk allt í haginn að opna vörn gestanna þá var Höttur í stökustu vandræðum með sinn sóknarleik. Tobin Carberry, aðalskorari Hattar, var t.d. stigalaus í fyrsta leikhluta. Eini maðurinn með lífsmarki í sóknarleik Hattar var Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 13 stig í leikhlutanum. Að leikhlutanum loknum var staðan 28-17. Sömu söguna er að segja af öðrum leikhluta, Höttur í vandræðum og heimamenn léku við hvern sinn fingur. Leikhlutinn var þó í eign Kristjáns Péturs Andréssonar, skuldlaust. Strákurinn gekk úr mannlegum ham sallaði niður fimm þristum í átta skotum og endaði leikhlutann með 17 stig. Sannkölluð flugeldasýning. Liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 52-36 fyrir ÍR og sigurinn blasti við Breiðhyltingum. Aðeins meira lífsmark var með gestunum í þriðja leikhluta heldur hafði verið í fyrri hálfleik. Þeir hertu á sínum leik og uppskáru það að ná forskotinu úr 20 stigum niður í 10 stig en við það virtist gasið klárast og ÍR-ingar gengur á lagið. Hertu vörnina aftur og fóru að leyfa sóknum sínum að fljóta betur og opna gestina. Þriðja leikhluta lauk í stöðunni 74-59. ÍR-ingar slökuðu ekki á klónni í seinasta leikhlutanum og voru búnir að auka muninn aftur upp í 20 stig þegar um fimm mínútur lifðu af leiknum. Gestirnir frá Egilsstöðum ógnuðu aldrei forskoti heimamanna og fór að lokum að ÍR vann 95-81. Góð vörn og ákveðinn sóknarleikur sköpuðu þennan sigur í kvöld fyrir Breiðhyltinga en Höttur leitar enn að sínum fyrsta sigri en staða liðsins hlýtur að fara að reyna á andlega hlið leikmanna Hattar. Jonathan Mitchell var stigahæstur heimamanna með 22 stig ásamt því að rífa niður 11 fráköst. Gestirnir fengu flest stig frá Mirko Stefán Virijevic en hann skoraði 28 stig.ÍR-Höttur 95-81 (28-17, 24-19, 22-23, 21-22)ÍR: Jonathan Mitchell 22/11 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 19, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Sveinbjörn Claessen 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst/7 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8/6 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2, Trausti Eiríksson 2, Daði Berg Grétarsson 2.Höttur: Mirko Stefán Virijevic 28/11 fráköst, Helgi Björn Einarsson 17/8 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16, Tobin Carberry 15/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 5/5 fráköst.Borce Ilievski: Það var að duga eða drepast hjá okkur í kvöld Þjálfari ÍR-inga gat verið ánægður með sína menn en þetta var fyrsti sigur liðsins undir hans stjórn. Hann var spurður að því hvað liðið hans hafi gert vel í kvöld. „Við vorum mjög mótiveraðir fyrir leikinn í kvöld fyrst og fremst, við reyndum að spila eins góða vörn og við gátum. Ég er búinn að segja við strákana mína að þetta snýst um vörn fyrst og fremst og veltur það á vörninni hvort við vinnum eða töpum. Við nálguðumst leikinn mjög vel að því leiti. Mér fannst við eiga sigurinn skilið.“ „Þetta var samt ekki auðveldur leikur, við misstum stundum einbeitinguna á köflum og það er eitthvað sem við þurfum að bæta hjá okkur. Til dæmis á þeim augnablikum þegar úrslitin eru ekki ráðin þá þurfum við að vera einbeittir og spila góða vörn. Ég hafði þá áhyggjur af fjölda tapaðra bolta hjá okkkur, 18 í heildina, það er ekki leyfilegt. Við þurfum að fækka þeim niður í 8 til 11. 18 er of mikið.“ „Þetta var mjög mikilvægur leikur fyrir okkur, það var eiginlega að duga eða drepast hjá okkur, ég hef einungis verið með liðinu í níu daga þannig að það er haugur af tækifærum til að bæta leik okkar í framtíðinni.“ Borce var að lokum spurður út í framtíð liðsins í vetur. „Ég hlakka mjög mikið til vetrarins, það er mikið af möguleikum hjá þessu liði. Það er fullt af íþróttamönnum í liðinu sem eru hæfileikaríkir og hafa viljann til þess að bæta leik sinn. Því miður höfum við ekki haft tíma til að laga okkar leik. Við höfum verið að fá á okkur 100 stig að meðaltali en lækkum það niður í dag en við þurfum að koma tölunni undir 75 stig og jafnvel 70.“Viðar Örn Hafsteinsson: Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum „Það var ekkert í leik okkar í dag sem vekur hjá mér bjartsýni. Við lélegir, flatir og varnarleikur okkar var skelfilegur. Ég óska eftir karakter hjá mínum mönnum. ÍR-ingar voru miklu betri en við“, sagði þjálfari Hattar, ómyrkur í máli eftir tap sinna manna í Breiðholtinu í kvöld. „Við reynum að bæta okkar leik í hverri og að menn stígi upp, sóknarleikur okkar var í lagi, við vorum að fá galopin skot en menn verða að hitta úr þeim. Það er erfitt þegar búið er að ganga svona illa, að snúa þessu við, þetta er orðið dálítið andlegt en við verðum að reyna að byggja upp sjálfstraust hjá okkur og finna leiðir til þess að vinna leiki. Hver og einn þarf að finna smá leiðtoga hjá sjálfum sér og koma með inn í liðið. Menn voru svo flatir að menn eiga ekkert gott skilið með svona frammistöðu.“ Tobin Carberry skilaði minna en oft áður fyrir Hött og var Viðar spurður hvort að aðrir þurfi ekki að taka byrðina á sig. „Alveg klárlega, það er ekki hægt að ætlast til þess að hann geri þetta einn, þetta er liðsíþrótt. Hann er að búa til fullt af skotum fyrir okkur en oft verið betri. Það er samt ekki hægt að benda á hann, ég meina Höttur Egilsstöðum tapaði þessum leik í kvöld og saman þurfum við að finna leiðir til að vinna leiki.“ Tweets by @visirkarfa5 vísir/antonvísir/anton
Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn