Hálfhrunin súla eða flísalagt gólf í náttúrunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Þorbjörg á vinnustofunni. Á myndinni hefur hún skellt inn flísalögðu gólfi í friðsælli Lónssveitinni. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Ég er voða slöpp við að segja frá sjálfri mér en ég er ánægð með sýningarhúsnæðið. Ég er með mismunandi stærðir á myndum og það kemur ágætlega út,“ segir Þorbjörg Höskuldsdóttir, fyrsti listamaðurinn sem opnar sýningu í Galleríi 78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þorbjörg hefur lengi vakið athygli fyrir að sýna fegurð íslenskrar náttúru frammi fyrir ágangi mannsins í myndum sínum. Hún kveðst hafa verið við það heygarðshorn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. „Við mennirnir viljum dálítið vaða yfir umhverfi okkar og ég hef gjarnan blandað saman náttúrunni og einhverju manngerðu í mínum verkum. Það er undirtónn hjá mér. Ég er ekki endilega æst á móti mannvirkjum heldur geri þetta í og með til að fá andstæður inn í myndina. Tengi líka við fortíðina í okkar menningu, set kannski hálfhrunda súlu eða flísalagt gólf inn í náttúruna. Vona að það nái aðeins því sem ég er að röfla.“ Sýningin stendur til 9. janúar 2016. Þorbjörg kveðst hafa valið verkin á hana með sýningarstjórum hins nýja gallerís, Ásdísi Óladóttur, skáldi og listfræðinema, og dr. Magnúsi Gestssyni listfræðingi. „Þau eru komin með sýningarplan alveg fram á 2019, það er fjölbreytt og skemmtilegt,“ lýsir Þorbjörg. Gallerí 78 er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun og allir eru velkomnir. Opnunartími er frá klukkan 13 til 16 alla virka daga og frá 20 til 23 alla fimmtudaga. Einnig eftir samkomulagi við framkvæmdastýru Samtakanna 78. Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég er voða slöpp við að segja frá sjálfri mér en ég er ánægð með sýningarhúsnæðið. Ég er með mismunandi stærðir á myndum og það kemur ágætlega út,“ segir Þorbjörg Höskuldsdóttir, fyrsti listamaðurinn sem opnar sýningu í Galleríi 78 að Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þorbjörg hefur lengi vakið athygli fyrir að sýna fegurð íslenskrar náttúru frammi fyrir ágangi mannsins í myndum sínum. Hún kveðst hafa verið við það heygarðshorn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. „Við mennirnir viljum dálítið vaða yfir umhverfi okkar og ég hef gjarnan blandað saman náttúrunni og einhverju manngerðu í mínum verkum. Það er undirtónn hjá mér. Ég er ekki endilega æst á móti mannvirkjum heldur geri þetta í og með til að fá andstæður inn í myndina. Tengi líka við fortíðina í okkar menningu, set kannski hálfhrunda súlu eða flísalagt gólf inn í náttúruna. Vona að það nái aðeins því sem ég er að röfla.“ Sýningin stendur til 9. janúar 2016. Þorbjörg kveðst hafa valið verkin á hana með sýningarstjórum hins nýja gallerís, Ásdísi Óladóttur, skáldi og listfræðinema, og dr. Magnúsi Gestssyni listfræðingi. „Þau eru komin með sýningarplan alveg fram á 2019, það er fjölbreytt og skemmtilegt,“ lýsir Þorbjörg. Gallerí 78 er aðgengilegt fyrir fólk með hreyfihömlun og allir eru velkomnir. Opnunartími er frá klukkan 13 til 16 alla virka daga og frá 20 til 23 alla fimmtudaga. Einnig eftir samkomulagi við framkvæmdastýru Samtakanna 78.
Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira