Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 11:30 „Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér,“ segir Ragnheiður. Mynd/Úr einkasafni „Það er auðvitað rosa spennandi og stórt tækifæri að fá tónmeistarastarf við svo merka hljómsveit sem Copenhagen Phil. er. Við erum tvö sem munum taka við því embætti, ég og strákur á fjórða ári við skólann, og erum í læri hjá núverandi tónmeistara sem horfir fram á starfslok vegna aldurs,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er tónmeistaranemandi á öðru ári af fimm við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Ragnheiður er ekkert bangin við að binda sig áfram í borginni við sundið. „Ég er eiginlega föst hvort sem er í Kaupmannahöfn næstu ár vegna námsins og svo er ég í kirkjusöng líka í Frederiksborg Slotskirke í Hillerød sem er rétt norðan við Kaupmannahöfn.“ Starfið við fílharmóníuna er ekki full staða eins og er, að sögn Ragnheiðar. „Lífið hjá tónmeisturum er þannig að þeir eru á fartinni að vinna með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum, sólóistum og plötuútgáfum, nema þeir séu ráðnir við útvarpsstöðvar, þá eru þeir yfirleitt þar í fullu starfi.“ Ragnheiður segir lærdóminn skiptast nokkuð jafnt milli tækni og tónlistar. „Við fáum sömu menntun og hljóðfæraleikarar, lærum öll aukafögin með þeim, útsetningar, tónheyrn og tónfræði á háu stigi. Við tónmeistarar eigum að geta setið með nótur og heyrt ef þriðja horn er að spila vitlausan tón og þannig stýrt upptökum með eyrunum. Svolítið líkt hljómsveitarstjóra nema tónmeistarinn er á bak við og ekki sjáanlegur. Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér.“ Bakgrunnur Ragnheiðar í tónlist er býsna breiður. Hún lærði á víólu á Akureyri og í Listaháskólanum og var í konservatoríinu í Amsterdam í þrjú ár en hætti í því námi. „Mér fannst of þröngt svið að vera að spila á eitt hljóðfæri allan daginn,“ útskýrir hún. „En ég spilaði mikið í hljómsveit þegar ég var að læra á víóluna og það er mikill plús í þessu starfi sem ég er að stefna í núna.“ Eftir Amsterdamdvölina kveðst hún hafa hellt sér í tónlistarfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lokið BA- gráðu í henni. „Í tónlistarfræðinni er maður að skrifa um tónlist en ég fór að sakna þess að vera með í að gera tónlist því ég hef mikla þörf fyrir það,“ segir þessi athafnasama unga kona. Í Kaupmannahöfn sótti Ragnheiður einkatíma í söng og kórsöngur hefur líka verið stór þáttur í lífi hennar. Hún kveðst hafa verið í barna- og unglingakórum framan af, í Dómkórnum einn vetur, í kór Menntaskólans á Akureyri í tvö ár og Kór Listaháskólans önnur tvö. Var hún sem sagt í Menntaskólanum á Akureyri? „Já, ég tók stúdentinn þar utan skóla með Listaháskólanum þar sem ég var að læra á víóluna. Æfði reyndar á píanó líka um tíma fyrir norðan. Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum,“ segir hún og hlær. Foreldrar Ragnheiðar eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Jón Árnason og þó að henni þyki gaman að búa í Kaupmannahöfn gæti hún hugsað sér að vera meira heima á Íslandi með annan fótinn. Hvernig líða svo dagarnir núna? „Ég er á hverjum degi eitthvað í skólanum og oft á kvöldin við upptökur. Stundum sæki ég líka tónleika mér til skemmtunar. Lífið snýst um tónleika.“ Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það er auðvitað rosa spennandi og stórt tækifæri að fá tónmeistarastarf við svo merka hljómsveit sem Copenhagen Phil. er. Við erum tvö sem munum taka við því embætti, ég og strákur á fjórða ári við skólann, og erum í læri hjá núverandi tónmeistara sem horfir fram á starfslok vegna aldurs,“ segir Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er tónmeistaranemandi á öðru ári af fimm við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Ragnheiður er ekkert bangin við að binda sig áfram í borginni við sundið. „Ég er eiginlega föst hvort sem er í Kaupmannahöfn næstu ár vegna námsins og svo er ég í kirkjusöng líka í Frederiksborg Slotskirke í Hillerød sem er rétt norðan við Kaupmannahöfn.“ Starfið við fílharmóníuna er ekki full staða eins og er, að sögn Ragnheiðar. „Lífið hjá tónmeisturum er þannig að þeir eru á fartinni að vinna með sinfóníuhljómsveitum, kammersveitum, sólóistum og plötuútgáfum, nema þeir séu ráðnir við útvarpsstöðvar, þá eru þeir yfirleitt þar í fullu starfi.“ Ragnheiður segir lærdóminn skiptast nokkuð jafnt milli tækni og tónlistar. „Við fáum sömu menntun og hljóðfæraleikarar, lærum öll aukafögin með þeim, útsetningar, tónheyrn og tónfræði á háu stigi. Við tónmeistarar eigum að geta setið með nótur og heyrt ef þriðja horn er að spila vitlausan tón og þannig stýrt upptökum með eyrunum. Svolítið líkt hljómsveitarstjóra nema tónmeistarinn er á bak við og ekki sjáanlegur. Mér finnst tónmeistarastarfið rosalega spennandi og er ánægð að finna fag þar sem sú kunnátta nýtist sem ég hef sankað að mér.“ Bakgrunnur Ragnheiðar í tónlist er býsna breiður. Hún lærði á víólu á Akureyri og í Listaháskólanum og var í konservatoríinu í Amsterdam í þrjú ár en hætti í því námi. „Mér fannst of þröngt svið að vera að spila á eitt hljóðfæri allan daginn,“ útskýrir hún. „En ég spilaði mikið í hljómsveit þegar ég var að læra á víóluna og það er mikill plús í þessu starfi sem ég er að stefna í núna.“ Eftir Amsterdamdvölina kveðst hún hafa hellt sér í tónlistarfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lokið BA- gráðu í henni. „Í tónlistarfræðinni er maður að skrifa um tónlist en ég fór að sakna þess að vera með í að gera tónlist því ég hef mikla þörf fyrir það,“ segir þessi athafnasama unga kona. Í Kaupmannahöfn sótti Ragnheiður einkatíma í söng og kórsöngur hefur líka verið stór þáttur í lífi hennar. Hún kveðst hafa verið í barna- og unglingakórum framan af, í Dómkórnum einn vetur, í kór Menntaskólans á Akureyri í tvö ár og Kór Listaháskólans önnur tvö. Var hún sem sagt í Menntaskólanum á Akureyri? „Já, ég tók stúdentinn þar utan skóla með Listaháskólanum þar sem ég var að læra á víóluna. Æfði reyndar á píanó líka um tíma fyrir norðan. Ég var alveg að tapa mér í nördaskapnum,“ segir hún og hlær. Foreldrar Ragnheiðar eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Jón Árnason og þó að henni þyki gaman að búa í Kaupmannahöfn gæti hún hugsað sér að vera meira heima á Íslandi með annan fótinn. Hvernig líða svo dagarnir núna? „Ég er á hverjum degi eitthvað í skólanum og oft á kvöldin við upptökur. Stundum sæki ég líka tónleika mér til skemmtunar. Lífið snýst um tónleika.“
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira