Titli bókarinnar var hvíslað í eyra mitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 10:30 "Mér finnst bara vera alvöru jól hjá ömmu minni Erlu í Sandgerði, þar sem öll fjölskyldan safnast saman,“ segir Erla. Vísir/Vilhelm Íslenska vatnið er hreinn lúxus þegar maður kemur frá Berlín,“ segir Erla S. Haraldsdóttir myndlistarkona glaðlega þegar hún tekur við veitingunum sem henni eru færðar í upphafi viðtals. Hún býr í Berlín en er í stuttu stoppi á Íslandi vegna útgáfu Crymogeu á nýrri bók um málverkin hennar, Make a Painting of Trees Growing in a Forest, eða Búðu til málverk af trjám sem vaxa úti í skógi. Bókin kom fyrst út í Svíþjóð í samhengi við einkasýningu hennar í Kalmar Konstmuseum í Smálöndunum í Svíþjóð í haust. „Titli bókarinnar var hvíslað í eyra mitt þegar ég var á skógargöngu í Bandaríkjunum,“ segir Erla brosandi. „Það sem er sérstakt við þessa bók er að fólk fær að kynnast ferlinu bak við málverkin mín,“ segir Erla og lýsir því nánar. „Áður fyrr unnu listamenn oft bara eftir pöntunum frá kirkjunni, kónginum eða öðrum höfðingjum, nú verða flestir að finna hvatann til að mála innra með sér. Mér reynist best að finna mér eitthvert verkefni, gegnum það kemst ég svo í það skapandi ástand sem málverkið krefst og þá verða hugmyndirnar til. Stundum kveikja líka verkefni hjá kollegum með mér nýjar hugmyndir.“ Ein myndanna úr bókinni. Erla sleit barnsskónum á Íslandi en flutti níu ára til Gautaborgar með móður sinni sem þangað fór í nám. Hún lærði myndlist í Konunglega listaháskólanum í Stokkhólmi, Valand Akademíunni í Gautaborg og fór í skiptinám til San Francisco Art Institute. „Pabbi var ástandsbarn, hann ólst upp hér á landi en flutti til Kaliforníu þegar hann var 32 ára. Það var ástæða þess að ég fór til San Francisco,“ segir hún og bætir því við að hún hafi misst föður sinn í fyrra. Erla kveðst hafa búið á Íslandi í þrjú ár í byrjun aldarinnar en flutt til Berlínar 2004. „Maðurinn minn er frá Ameríku, hann er í mastersnámi í afríkanskri samtímalistasögu í Berlín og er listamaður sjálfur. Við tölum mikið saman og hjálpumst að,“ segir listakonan en hvernig er hennar daglega líf? „Ég vakna, fer út og hleyp og fer svo á vinnustofuna sem er við hliðina á heimili mínu, því húsnæði deili ég með fleiri myndlistarmönnum og þar er hátt til lofts og stórir gluggar.“ Tvisvar á ári togar Ísland hana heim – og mamma. „Við móðir mín fluttum aftur heim frá Svíþjóð þegar ég var sextán ára en ég tolldi ekki hér,“ segir Erla sem verður í Berlín um jólin en tekur með sér lambalæri og Nóa konfekt út. „Ég hef líka haldið jól í Svíþjóð, New York og San Francisco en mér finnst bara alvöru jól hafa verið hjá ömmu minni Erlu í Sandgerði, þar sem öll fjölskyldan safnaðist saman yfir lambalæri, fylltu með ávöxtum og grjónagraut með rjóma.“ Bókin Make a Painting of Trees Growing in a Forest Framundan eru mörg verkefni: Sýning á verkum Erlu verður opnuð í Hallgrímkirkju 4. september 2016. Hún tekur þátt í samstarfsverkefninu Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty með Carin Ellberg og öðrum tónlistarmönnum, rithöfundum og danshöfundum. Svo er sýning í Lunds Domkyrka í Svíþjóð og einnig í listamannareknu galleríi í Berlín á næsta ári. Workshop í veggmálningu á „Atelier 89“ á eynni Aruba í Karíbahafinu er einnig á dagskrá á næsta ári, nýtt bókverk sem hún hyggst gefa út 2017, auk þess sem hún vinnur að pöntun á stóru málverki fyrir einkaaðila í New York. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Íslenska vatnið er hreinn lúxus þegar maður kemur frá Berlín,“ segir Erla S. Haraldsdóttir myndlistarkona glaðlega þegar hún tekur við veitingunum sem henni eru færðar í upphafi viðtals. Hún býr í Berlín en er í stuttu stoppi á Íslandi vegna útgáfu Crymogeu á nýrri bók um málverkin hennar, Make a Painting of Trees Growing in a Forest, eða Búðu til málverk af trjám sem vaxa úti í skógi. Bókin kom fyrst út í Svíþjóð í samhengi við einkasýningu hennar í Kalmar Konstmuseum í Smálöndunum í Svíþjóð í haust. „Titli bókarinnar var hvíslað í eyra mitt þegar ég var á skógargöngu í Bandaríkjunum,“ segir Erla brosandi. „Það sem er sérstakt við þessa bók er að fólk fær að kynnast ferlinu bak við málverkin mín,“ segir Erla og lýsir því nánar. „Áður fyrr unnu listamenn oft bara eftir pöntunum frá kirkjunni, kónginum eða öðrum höfðingjum, nú verða flestir að finna hvatann til að mála innra með sér. Mér reynist best að finna mér eitthvert verkefni, gegnum það kemst ég svo í það skapandi ástand sem málverkið krefst og þá verða hugmyndirnar til. Stundum kveikja líka verkefni hjá kollegum með mér nýjar hugmyndir.“ Ein myndanna úr bókinni. Erla sleit barnsskónum á Íslandi en flutti níu ára til Gautaborgar með móður sinni sem þangað fór í nám. Hún lærði myndlist í Konunglega listaháskólanum í Stokkhólmi, Valand Akademíunni í Gautaborg og fór í skiptinám til San Francisco Art Institute. „Pabbi var ástandsbarn, hann ólst upp hér á landi en flutti til Kaliforníu þegar hann var 32 ára. Það var ástæða þess að ég fór til San Francisco,“ segir hún og bætir því við að hún hafi misst föður sinn í fyrra. Erla kveðst hafa búið á Íslandi í þrjú ár í byrjun aldarinnar en flutt til Berlínar 2004. „Maðurinn minn er frá Ameríku, hann er í mastersnámi í afríkanskri samtímalistasögu í Berlín og er listamaður sjálfur. Við tölum mikið saman og hjálpumst að,“ segir listakonan en hvernig er hennar daglega líf? „Ég vakna, fer út og hleyp og fer svo á vinnustofuna sem er við hliðina á heimili mínu, því húsnæði deili ég með fleiri myndlistarmönnum og þar er hátt til lofts og stórir gluggar.“ Tvisvar á ári togar Ísland hana heim – og mamma. „Við móðir mín fluttum aftur heim frá Svíþjóð þegar ég var sextán ára en ég tolldi ekki hér,“ segir Erla sem verður í Berlín um jólin en tekur með sér lambalæri og Nóa konfekt út. „Ég hef líka haldið jól í Svíþjóð, New York og San Francisco en mér finnst bara alvöru jól hafa verið hjá ömmu minni Erlu í Sandgerði, þar sem öll fjölskyldan safnaðist saman yfir lambalæri, fylltu með ávöxtum og grjónagraut með rjóma.“ Bókin Make a Painting of Trees Growing in a Forest Framundan eru mörg verkefni: Sýning á verkum Erlu verður opnuð í Hallgrímkirkju 4. september 2016. Hún tekur þátt í samstarfsverkefninu Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty með Carin Ellberg og öðrum tónlistarmönnum, rithöfundum og danshöfundum. Svo er sýning í Lunds Domkyrka í Svíþjóð og einnig í listamannareknu galleríi í Berlín á næsta ári. Workshop í veggmálningu á „Atelier 89“ á eynni Aruba í Karíbahafinu er einnig á dagskrá á næsta ári, nýtt bókverk sem hún hyggst gefa út 2017, auk þess sem hún vinnur að pöntun á stóru málverki fyrir einkaaðila í New York.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira