Beiting söngraddar í bíómyndum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 09:15 "Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist,“ segir Þórhildur. Mynd/Daníel Starrason Er nokkuð mennskara en röddin? nefnist fyrirlestur sem Þórhildur Örvarsdóttir söngkona heldur í dag klukkan 17 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, stofu M01. Þar lýsir hún ferli sínum í erlendri kvikmyndatónlist. „Ég hef sungið inn á nokkrar bíómyndir. Kvikmyndatónlist byggist mikið á stefjum sem gefa til kynna ákveðna karaktera og draga fram áherslur og áhrif. Ég hef sungið stef móður, kvenhetju og bernskuminninga, svo ég nefni dæmi – en ekki bara sakleysislegt sánd því nauðsynlegt er að geta beitt mörgum blæbrigðum raddarinnar.“ The Eagle og Man of Steel eru meðal mynda sem Þórhildur hefur sungið inn á. „Þessi verkefni komu til í gegnum bróður minn, Atla, sem er kvikmyndatónskáld og hefur verið búsettur lengi í Bandaríkjunum. „Ég söng ekki texta og ekki lög, heldur bakgrunnstónlist sem tónskreytir myndirnar og á að hafa áhrif á undirmeðvitund áhorfandans, ef allt virkar eins og það á að gera. Söngvarinn verður að vera vel meðvitaður um hvað er að gerast á tjaldinu og ná að draga fram viðeigandi tilfinningar,“ lýsir hún. Þórhildur kennir við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess að taka að sér verkefni við raddþjálfun. „Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist og partur af því er að miðla minni þekkingu. Það hefur verið mikið að gera hjá mér frá því ég kom úr námi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn vorið 2008. Nú er ég til dæmis að raddþjálfa í The Voice á Skjá einum.“ Auk þess sem að ofan er talið er Þórhildur í hljómsveitinni Torrek og Norðurlandsdeild KÍTÓN, samtaka kvenna í tónlist. Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Er nokkuð mennskara en röddin? nefnist fyrirlestur sem Þórhildur Örvarsdóttir söngkona heldur í dag klukkan 17 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, stofu M01. Þar lýsir hún ferli sínum í erlendri kvikmyndatónlist. „Ég hef sungið inn á nokkrar bíómyndir. Kvikmyndatónlist byggist mikið á stefjum sem gefa til kynna ákveðna karaktera og draga fram áherslur og áhrif. Ég hef sungið stef móður, kvenhetju og bernskuminninga, svo ég nefni dæmi – en ekki bara sakleysislegt sánd því nauðsynlegt er að geta beitt mörgum blæbrigðum raddarinnar.“ The Eagle og Man of Steel eru meðal mynda sem Þórhildur hefur sungið inn á. „Þessi verkefni komu til í gegnum bróður minn, Atla, sem er kvikmyndatónskáld og hefur verið búsettur lengi í Bandaríkjunum. „Ég söng ekki texta og ekki lög, heldur bakgrunnstónlist sem tónskreytir myndirnar og á að hafa áhrif á undirmeðvitund áhorfandans, ef allt virkar eins og það á að gera. Söngvarinn verður að vera vel meðvitaður um hvað er að gerast á tjaldinu og ná að draga fram viðeigandi tilfinningar,“ lýsir hún. Þórhildur kennir við Tónlistarskólann á Akureyri auk þess að taka að sér verkefni við raddþjálfun. „Ég er svo heppin að geta starfað við tónlist og partur af því er að miðla minni þekkingu. Það hefur verið mikið að gera hjá mér frá því ég kom úr námi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn vorið 2008. Nú er ég til dæmis að raddþjálfa í The Voice á Skjá einum.“ Auk þess sem að ofan er talið er Þórhildur í hljómsveitinni Torrek og Norðurlandsdeild KÍTÓN, samtaka kvenna í tónlist.
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira