Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem meintar nauðganir eiga að hafa átt sér stað. vísir/vilhelm Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan lagði hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar og munu hafa átt sér stað í október. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar. Tveir karlmenn eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á einnig á fertugsaldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson„Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. Fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Nokkru síðar mun árásin á hina konuna hafa verið gerð, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Lögreglan staðfestir að húsleit hafi verið gerð en vill ekki segja nákvæmlega hvaða muni var lagt hald á. Mennirnir tveir voru handteknir en þeim var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og hafa hundruð manna krafist þess að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan segir rannsókn málsins langt komna og í algjörum forgangi. Vilhjálmur segir að mennirnir neiti báðir alfarið sök og segir gögn málsins og vitnisburði styðja framburð þeirra. Þá hefur hann lagt fram kæru á hendur stúlkunum fyrir rangar sakargiftir. Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan lagði hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar og munu hafa átt sér stað í október. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar. Tveir karlmenn eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á einnig á fertugsaldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson„Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. Fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Nokkru síðar mun árásin á hina konuna hafa verið gerð, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Lögreglan staðfestir að húsleit hafi verið gerð en vill ekki segja nákvæmlega hvaða muni var lagt hald á. Mennirnir tveir voru handteknir en þeim var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og hafa hundruð manna krafist þess að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan segir rannsókn málsins langt komna og í algjörum forgangi. Vilhjálmur segir að mennirnir neiti báðir alfarið sök og segir gögn málsins og vitnisburði styðja framburð þeirra. Þá hefur hann lagt fram kæru á hendur stúlkunum fyrir rangar sakargiftir.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09
Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00