„Standing ovation“ á sinfó 22. okt. 2015 Þór Rögnvaldsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Rögnvaldsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég veit ekki hvað kom yfir mig þegar ég hlustaði á fyrsta verk tónleikanna – sem var Nótt á nornagnípu eftir Músorgskij – því að áður en varði var ég farinn að hugsa um allt annað tónskáld; þ.e. Jón Leifs. Furðulegt! Og því meira sem djöfuldómurinn kyrjaði hjá Músorgskij, því meira varð mér hugsað til Jóns Leifs – þar til skyndilega að mér fannst þessir tveir vera svo andlega skyldir að þeir hljóti að hafa verið ein og sama sálin; sem táknar að í fyrra lífi sínu hljóti Jón Leifs að hafa verið Músorgskij. Gefur það ekki augaleið? Í ákveðnum skilningi er hægt að segja að djöfuldómurinn hafi haldið áfram í næsta verki sem var þriðji píanókonsert Prókofievs. Tök hins unga flytjanda – Abduraimovs – á verkinu voru alltént á stundum virkilega ,,diabolique“: fingralipurðin og krafturinn slíkur að einna helst minnti á galdra. Samt var ég ekki alls kostar ánægður með flutninginn sem mér fannst allt of einvíður. Auðvitað er þetta í aðra röndina sannkallað ,,bravúrverk“ – en bara í aðra röndina. Mér fannst hinn ungi galdramaður valta dálítið yfir hina hliðina á verkinu – sem er ofboðslega skemmtileg og ísmeygileg kímni. Til þess að ná þessu eðli verksins fram verður á köflum að draga úr hraðanum og kraftinum. Og svo eftir hlé var það 5. sinfónía Tsjækovskíjs í meðförum Osmo Vänskä – sem var hreint út sagt stórkostleg uppfærsla; stórkostleg upplifun – og jafnvel lífsreynsla. Þetta var sköpun; sannkölluð nýsköpun. Það voru stórir hlutar af þessari frægu hljómkviðu sem mér fannst ég vera að heyra í fyrsta sinn – vegna þess hvað stjórnandinn tók verkið persónulegum tökum. Þetta líka eru galdrar: endursköpun sem maður heyrir kannski ekki oft á ævinni. Flutningur af þessu taginu situr í minninu.Ekkert sjálfsprottið Þessi grein er raunar ekki hugsuð til þess að vera gagnrýni – þótt ég hafi látið nokkrar hugleiðingar um túlkunina fylgja með. Það er allt annað sem mér er hér í huga: Mig langar til að gera að umræðuefni hvernig tónleikagestir í Hörpu – á tónleikum sinfóníuhljómsveitarinnar – sýna listamönnum virðingu sína með ,,standing ovation“. Í Hörpu hefur myndast ákveðin hefð hvað þetta varðar: Tónleikagestir standa upp fyrir heimsfrægum nöfnum – og þá helst einleikurum – og algerlega óháð því hvernig þessir listamenn pluma sig á sjálfum konsertinum. Þess vegna vissi ég á tónleikunum 22. okt. að gestir mundu rísa úr sætum fyrir einleikaranum – í takt við hefðina. Það er ekkert sjálfsprottið – ,,spontant“ – í þessu. Og þess vegna er þetta hálf neyðarlegt; dálítið kauðalegt – í sannleika sagt. Maður gefur ekki ,,standing ovation“ samkvæmt formúlu; maður gefur ,,standing ovation“ nokkrum sinnum á ævinni – og þá sem viðbrögð sem koma beint frá hjartanu. Og þar að auki: hvers vegna sýna þessir tónleikagestir aldrei íslenskum listamönnum sömu virðingu? Það er stutt síðan við heyrðum framlag Arngunnar í Mozart og Víkings Heiðars í Skrjabin – og stóðu þau sig bæði frábærlega og aldeilis ekkert síður en einleikarinn þann 22. okt. Meginástæðan fyrir því að ég skuli hafa haft fyrir því að setja þessa punkta saman er samt þessi: Það var nefnilega full ástæða til þess að standa upp á tónleikunum þann 22. okt. sl. – fyrir hljómsveitastjóranum, miklu frekar en einleikaranum. Fólk gerir sér sjálfsagt ekki grein fyrir því að þessi framkoma – sú staðreynd að ekki var staðið upp fyrir hljómsveitarstjóranum – getur verkað illa: það getur verkað sem svo að tónleikagestir hafi ekki fullkomlega kunnað að meta framlag hljómsveitarstjórans. Þetta er fullkomlega ósanngjarnt vegna þess að 5. Tsjækovskís hljómaði aldeilis frábærlega – og já, það var ástæða til þess að standa upp fyrir Osmo Vänskä.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun