Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2015 15:48 Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928. visir/gva Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“ Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Minjastofnun og Landstólpi hafa komist að samkomulagi um hvernig eigi að standa að verndun hafnargarðsins sem staðið hefur styr um undanfarna mánuði. Garðurinn verður fjarlægður og settur í geymslu áður en að honum verður komið fyrir á nýjan leik þannig að hann verði sýnilegur almenningi. Þetta staðfestir Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi. Að sögn Gísla gerir samkomulagið ráð fyrir því að hafnargarðurinn verði hluti af þeim byggingum sem Landstólpi mun reisa á Austurbakkanum við Reykjavíkurhöfn.Sjá einnig: Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvernig þetta verður útfært en Minjastofnun og Landstólpi hafa samið um grófa friðlýsingu sem verður útfærð nánar í samvinnu síðar. „Þeir verða sýnilegir úr bílakjallara og göngugötum sem verða þarna á milli húsa. Markmiðið er að þeir verði aðgengilegir þannig að almenningur geti bæði virt hann fyrir sér og labbað í kringum hann,“ segir Gísli.Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAGarðurinn fjarlægður og geymdur á svæði Faxaflóahafna Athygli vekur að samkvæmt samkomulaginu verða garðarnir fjarlægðir af svæðinu. Munu þeir verða geymdir á svæði Faxaflóahafna áður en að þeim verður komið fyrir aftur. Gísli hefur ekki áhyggjur af því að þetta muni valda röskun á hafnargarðinum. Fornleifafræðingar og hleðslusérfræðingar muni hafa yfirumsjón með fjarlægingu garðsins og uppsetningu þegar að því kemur. „Hver steinn verður merktur og öllu verður raðað upp á nýjan leik. Þetta er í raun besta lausnin fyrir alla aðila. Án þess að fjarlægja garðinn hefði ekki verið neitt aðgengi að hafnargarðinum, verndargildið verður því meira.“Sjá einnig: Um hvað var deilt? Gísli er ánægður með að lausn hafi fengist í málið en viðræður hafa staðið yfir í nokkrar vikur, allt frá því að forsætisráðuneytið boðaði til sáttafundar þann 27. október sl. en ekki liggur þó fyrir hvar kostnaður við fjarlægingu hafnargarðsins muni falla. „Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við Minjastofnum og þetta hefur allt gengið mjög vel frá því að báðir aðilar fóru að horfa lausnamiðað á hvernig best væri að gera þetta,“ segir Gísli. „Við eigum eftir að útfæra kostnaðarhlutann en auðvitað var þetta friðlýst af ríkinu þannig að kostnaðurinn mun væntanlega lenda þar. Þessi lausn gerir það þó að verkum að kostnaðurinn er mun minni en ef garðurinn hefði ekki verið fjarlægður.“
Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24