Skórinn tákn um ferðalög í víðum skilningi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 10:45 Bryndís Björgvinsdóttir textílhönnuður vann bæði með balknesku konunum í Slóveníu og innflytjendakonunum á Íslandi. Mynd/Guðrún Lilja „Skórinn er þema sýningarinnar. Hann er þar tákn um ferðalög í víðum skilningi,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, um sýninguna Á inniskónum til Íslands sem hún er að setja upp í Grófarhúsinu. „Líkt og íslenskar konur saumuðu sauðskinnsskó í gamla daga hafa konur á Balkanskaganum búið til sína eigin inniskó frá barnæsku. Þær þekkja handverkshefðina og á sýningunni má sjá þeirra eigin persónulegu útfærslu af slíkum skóm,“ segir Guðrún Lilja og útskýrir nánar.Kátar konur við prjónaskap í Slóveníu.„Verkefnið Balkan Slippers on the way to Iceland var sett á laggirnar fyrir atvinnulausar konur sem flust hafa til Slóveníu frá vestur-balkönsku löndunum í kring. Með verkefninu var mynduð ný menningarbrú á milli Slóveníu og Íslands með fulltingi Bryndísar Björgvinsdóttur textíllistakonu sem tók þátt í verkefninu.“ Að sögn Guðrúnar Lilju leiddi Bryndís Björgvinsdóttir líka vinnustofu fyrir innflytjendakonur hér á Íslandi. „Þar voru búnir til annars konar inniskór, saumaðir í tau og á sýningunni eru þeir hengdir upp sem eitt listaverk.“ Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 15 og stendur til 29. nóvember. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Skórinn er þema sýningarinnar. Hann er þar tákn um ferðalög í víðum skilningi,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, um sýninguna Á inniskónum til Íslands sem hún er að setja upp í Grófarhúsinu. „Líkt og íslenskar konur saumuðu sauðskinnsskó í gamla daga hafa konur á Balkanskaganum búið til sína eigin inniskó frá barnæsku. Þær þekkja handverkshefðina og á sýningunni má sjá þeirra eigin persónulegu útfærslu af slíkum skóm,“ segir Guðrún Lilja og útskýrir nánar.Kátar konur við prjónaskap í Slóveníu.„Verkefnið Balkan Slippers on the way to Iceland var sett á laggirnar fyrir atvinnulausar konur sem flust hafa til Slóveníu frá vestur-balkönsku löndunum í kring. Með verkefninu var mynduð ný menningarbrú á milli Slóveníu og Íslands með fulltingi Bryndísar Björgvinsdóttur textíllistakonu sem tók þátt í verkefninu.“ Að sögn Guðrúnar Lilju leiddi Bryndís Björgvinsdóttir líka vinnustofu fyrir innflytjendakonur hér á Íslandi. „Þar voru búnir til annars konar inniskór, saumaðir í tau og á sýningunni eru þeir hengdir upp sem eitt listaverk.“ Sýningin verður opnuð á morgun, laugardag, klukkan 15 og stendur til 29. nóvember.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira