Eiginkona Finnboga Rúts á batavegi eftir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 13:30 Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær. Vísir/AFP Eiginkona íslensk námsmanns í París, sem skotin var í hryðjuverkaárásunum, er á batavegi. Hún fór í aðgerð í gær sem gekk vel. Finnbogi Rútur Finnbogason hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni á föstudagskvöldið, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. Sjálf hlaut hún skotsár á fæti og var flutt á sjúkrahús. Í gær fór hún svo í aðgerð og segir Finnbogi hana á batavegi. „Aðgerðin gekk mjög vel og læknirinn er mjög stoltur af sjálfum sér. Allt er í fínu lagi og enginn langtímaskaði og núna er bara spurning um tíma,“ segir Finnbogi. Þá er líðan góðrar vinkonu þeirrar sem skotin var í bakið ágæt. „Ég fékk að sjá hana í gær og hún er algjör hetja og hress og hraust sjálf og lítur mjög vel út og enginn langtímaskaði heldur. Þannig að hún verður í lagi líka. Það er bara spurning um tíma“ segir Finnbogi. Finnbogi segir marga á ferli í borginni í dag þrátt fyrir atburðina. „Sólin skín í París. Fólk er úti á götum. Lífið heldur áfram,“ segir Finnbogi. „Fólk spyr sig spurningar yfir því sem gerðist en veit að það er til einskis að fríka út eða panikera. Núna er bara spurning um að reyna að skilja. Koma saman. Allir eru voðalega vingjarnlegir. Það er mikið af hjálp úti á götu af lögreglu og fólki og allskonar sem að sjá til þess að allt gangi yfir sem best,“ segir Finnbogi. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Eiginkona íslensk námsmanns í París, sem skotin var í hryðjuverkaárásunum, er á batavegi. Hún fór í aðgerð í gær sem gekk vel. Finnbogi Rútur Finnbogason hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni á föstudagskvöldið, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. Sjálf hlaut hún skotsár á fæti og var flutt á sjúkrahús. Í gær fór hún svo í aðgerð og segir Finnbogi hana á batavegi. „Aðgerðin gekk mjög vel og læknirinn er mjög stoltur af sjálfum sér. Allt er í fínu lagi og enginn langtímaskaði og núna er bara spurning um tíma,“ segir Finnbogi. Þá er líðan góðrar vinkonu þeirrar sem skotin var í bakið ágæt. „Ég fékk að sjá hana í gær og hún er algjör hetja og hress og hraust sjálf og lítur mjög vel út og enginn langtímaskaði heldur. Þannig að hún verður í lagi líka. Það er bara spurning um tíma“ segir Finnbogi. Finnbogi segir marga á ferli í borginni í dag þrátt fyrir atburðina. „Sólin skín í París. Fólk er úti á götum. Lífið heldur áfram,“ segir Finnbogi. „Fólk spyr sig spurningar yfir því sem gerðist en veit að það er til einskis að fríka út eða panikera. Núna er bara spurning um að reyna að skilja. Koma saman. Allir eru voðalega vingjarnlegir. Það er mikið af hjálp úti á götu af lögreglu og fólki og allskonar sem að sjá til þess að allt gangi yfir sem best,“ segir Finnbogi.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15