Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 19:13 Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47