Rætt um tækjabúnað lögreglu á fundi með ríkislögreglustjóra Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir fund með ríkislögreglustjóra fyrst og fremst hafa verið til upplýsingar. Hættumat lögreglunnar er unnið í samráði við erlendar öryggisstofnanir og lögreglu. vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun. Hryðjuverk í París Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sátu í gær á fundi með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvort bregðast þurfi við hryðjuverkunum í París hér á landi. „Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og farið yfir hættumat lögreglu. Eitt af því sem þarf að meta er auðvitað hvort þetta kalli á einhvern hátt á breyttar vinnuaðferðir á Íslandi, það er tilefni til að skoða það að minnsta kosti. Við munum gera það í samráði við lögreglu,“ sagði Sigmundur Davíð spurður hvort tækjabúnaður og úrræði lögreglu hefðu komið til tals á fundinum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigmundur Davíð vert að fylgjast með því hvort gera þurfi breytingar á öryggismálum. „Það þarf að kanna það hvort lögreglan á Íslandi hafi þau tæki og úrræði sem hún þarf við þessar aðstæður.“ Þá sagði hann breytta heimsmynd blasa við. „Það er ljóst að í nágrannalöndum okkar líta menn svo á að það sé mjög raunveruleg ógn yfirvofandi. Að þetta geti verið upphafið að einhverju sem geti varað árum eða jafnvel áratugum saman. Að við horfum í rauninni fram á breytta heimsmynd. Þá þurfum við að laga okkur að því þó að aðstæður á Íslandi séu reyndar um margt ólíkar en í nágrannalöndunum, við getum ekki leyft okkur að vera værukær.“ Íslensk lögregluyfirvöld settu sig í samband við lögreglu í nágrannalöndunum á föstudagskvöld til að meta hvort hætta væri á hryðjuverkum hér á landi. Greiningardeild ríkislögreglustjóra er í samstarfi við erlendar öryggisstofnanir og lögreglulið. Má þar helst nefna Europol, Norrænar öryggisstofnanir, bandarísku alríkislögregluna (FBI) og leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Greiningardeild er sú deild innan lögreglu sem leggur mat á hættu á hryðjuverkum og innan greiningardeildar er einnig sinnt verkefnum sem áður féllu undir varnarmálastofnun.
Hryðjuverk í París Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira