Hryðjuverkaárásir hafa minni áhrif á fjárfesta Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Mínútu þögn var á hádegi um allan heim á mánudaginn vegna árásanna í París. NordicPhotos/AFP Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt. Hryðjuverk í París Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Áhrif hryðjuverkaárása á markaði í heiminum virðast fara þverrandi. Eftir því sem slíkum árásum fjölgar, virðast viðbrögð fjárfesta verða yfirvegaðri og áhyggjur manna af afleiðingum árásanna á alheimshagkerfið minnka. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu í gær. Breska blaðið Guardian sagði að ákvörðun Frakka um að svara hryðjuverkaárásunum á föstudaginn af hörku hafi haft þau áhrif að gengi hlutabréfa í fyrirtækjum sem framleiða hergögn hækkaði. Gengi bréfa í einstaka ferðaþjónustufyrirtækjum lækkaði á mánudaginn en hækkaði svo aftur í gær. Samkvæmt frásögn USA Today hækkuðu hlutabréf almennt í viðskiptum í Bandaríkjunum á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist fyrsta viðskiptadaginn eftir að árás af þessu tagi er gerð. Blaðið segir að þetta þýði að hryðjuverk hafi minni áhrif á hagkerfið en þau gerðu áður. Bandaríska Dow Jones vísitalan hækkaði um 237 stig á mánudag og Standard & Poor's 500 vísitalan hækkaði um 1,4 prósent. Hlutabréf hækkuðu líka almennt í Evrópu. Stoxx Europe 600 vísitalan hækkaði um 0,3 prósent og CAC 40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,1 prósent. Daginn eftir að hryðjuverkaárásir voru gerðar á Tvíburaturnana árið 2001 féll Standard & Poor's um 4,9 prósent og féll í heild um 11,6 prósent. Hrun á markaði eftir hryðjuverkaárásir minnkar með hverri árásinni sem gerð er. Í mars 2004 féll S&P 500 um 1,5 prósent eftir hryðjuverkin í Madrid. Lækkunin varð svo 0,8 prósent í júlí 2005 eftir hryðjuverk í Lundúnum. Markaðir virðast lækka rétt eftir að árásir eru gerðar en jafna sig mjög fljótt.
Hryðjuverk í París Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira