Notaðir eru drónar til að leita úr lofti meðfram ströndum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Hörður Björnsson Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira