Dönsum á mörkum hrolls og húmors Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2015 13:30 Inga Huld og Rósa sýna sitt fyrsta dansverk í fullri lengd á sviði Tjarnarbíós í kvöld en eiga eftir að sýna það úti í Belgíu þar sem þær eru búsettar. Vísir/GVA „Við Inga Huld sömdum dansverkið The Valley og unnum það í miklu samstarfi við tónlistarmanninn og sviðsmyndahönnuðinn Sveinbjörn Thorarensen sem er betur þekktur sem Hermigervill. Nú vinnum við með Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur sviðsmyndahönnuði og ljósahönnuðinum Arnari Ingvarssyni líka,“ segir Rósa Ómarsdóttir sem dansar á sviði Tjarnarbíós í kvöld ásamt Ingu Huld Hákonardóttur. Um frumsýningu er að ræða og Rósa lýsir verkinu í orðum, eftir því sem hægt er. „Við vinnum út frá vissri hugmynd sem byggist á hljóðgerð í kvikmyndum. Það er jú alltaf manneskja einhvers staðar á bak við sem framkallar hljóð í bíómyndum með hinum ýmsu hlutum. Til dæmis er sellerí notað til að túlka beinbrot! Eftir rannsókn á þessari list fórum við að hugsa um hvernig hljóð og hreyfingar koma saman, búum til heim með hljóðum og svo dans sem passar inn í þann heim. Þetta vindur svona upp á sig þangað til ekki er ljóst lengur hvað er að stjórna hverju. Þema verksins er það sem heitir á ensku The uncanny Valley sem er best þýtt sem Kynlegi dalurinn. Það er vel þekkt í tölvuteikningu og vélmennagerð þegar eitthvað sem er manngert verður of líkt einhverju lifandi og veldur óþægindum hjá þeim sem upplifir það. Vélmenni sem er of líkt lifandi persónu vekur fólki óhug. Við leikum okkur á mörkum hrolls og húmors, reynum að dvelja í þessum dal og vonum að áhorfandinn upplifi það með okkur.“ Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við Inga Huld sömdum dansverkið The Valley og unnum það í miklu samstarfi við tónlistarmanninn og sviðsmyndahönnuðinn Sveinbjörn Thorarensen sem er betur þekktur sem Hermigervill. Nú vinnum við með Rögnu Þórunni Ragnarsdóttur sviðsmyndahönnuði og ljósahönnuðinum Arnari Ingvarssyni líka,“ segir Rósa Ómarsdóttir sem dansar á sviði Tjarnarbíós í kvöld ásamt Ingu Huld Hákonardóttur. Um frumsýningu er að ræða og Rósa lýsir verkinu í orðum, eftir því sem hægt er. „Við vinnum út frá vissri hugmynd sem byggist á hljóðgerð í kvikmyndum. Það er jú alltaf manneskja einhvers staðar á bak við sem framkallar hljóð í bíómyndum með hinum ýmsu hlutum. Til dæmis er sellerí notað til að túlka beinbrot! Eftir rannsókn á þessari list fórum við að hugsa um hvernig hljóð og hreyfingar koma saman, búum til heim með hljóðum og svo dans sem passar inn í þann heim. Þetta vindur svona upp á sig þangað til ekki er ljóst lengur hvað er að stjórna hverju. Þema verksins er það sem heitir á ensku The uncanny Valley sem er best þýtt sem Kynlegi dalurinn. Það er vel þekkt í tölvuteikningu og vélmennagerð þegar eitthvað sem er manngert verður of líkt einhverju lifandi og veldur óþægindum hjá þeim sem upplifir það. Vélmenni sem er of líkt lifandi persónu vekur fólki óhug. Við leikum okkur á mörkum hrolls og húmors, reynum að dvelja í þessum dal og vonum að áhorfandinn upplifi það með okkur.“
Menning Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira