Klofningur í röðum lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2015 16:41 Lögreglumenn gengu fylktu liði til mótmæla fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Fylkisson, formaður kjörstjórnar Landssambands lögreglumanna segir að kurr sé í lögreglumönnum vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna LL um nýja kjarasamninga sem birt var í dag. „Ég dáist að stéttinni minni og ég er ánægður með það að svona stór hluti skuli segja sína skoðun. Þeir setja okkur alveg hinsvegar í hrikalega stöðu að þurfa að fást við það að vera alveg svona klofin,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Það dró heldur betur til tíðinda en fleiri félagsmenn LL sögðu nei við samningnum en já. Samningurinn var hinsvegar samþykktur, eða réttara sagt, ekki felldur, vegna þess að meirihluti félagsmanna hafnaði samningunum ekki. „Það þarf meirihluta greiddra atkvæða til þess að fella samninginn. Það voru 672 sem greiddu atkvæði sem þýðir að það hefði vantað fimm eða fleiri atkvæði nei-megin til þess að að fella hann.“Önnur eins kosningaþátta sjaldan sést áður Í raun og veru voru það auðu seðlarnir, ellefu talsins, sem réðu úrslitum en vegna þeirra taldist meirihluti félagsmanna ekki hafa samþykkt samninginn. Kosningarnar voru mikið hitamál og sést það best á kosningaþáttökunni en Guðmundur segir að önnur eins þáttaka hafi ekki sést áður en kosningaþáttaka var 94,35 prósent. „Við eru með þjónustuaðila sem sér um þetta fyrir og okkur og fjölda annarra stéttafélaga. Sá hefur aldrei séð aðra eins þáttöku. Þú sérð það að það eru 38 af allri stéttinni sem taka ekki þátt.“ Athygli vekur að félagsmenn bæði Sjúkraliðafélags Íslands og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu samþykktu sína kjarasamninga með talsverðum meirihluta en þessi félög voru í samfloti við Landssamband lögreglumanna í kjaradeilu sinni við ríkið. Guðmundur segir það ekki segja alla söguna. „Þó að við höfum verið í samfloti með þessum stéttarfélögum þá eru bara sumir hlutir sem voru sameiginlegir og aðrir eru sérkröfuhlutar og það er þá nokkuð ljóst að sérkröfuhlutinn er eitthvað sem hópurinn er ósáttur með. Það eru 315, í það minnsta, skoðanir á því sem hefði getað betur farið í kjarasamningunum.“Lögreglumenn klofnir í afstöðu sinni Það er ljóst að lögreglumenn eru klofnir í afstöðu sinni til kjarasamningana. „Þetta eru tvær fylkingar sem eru ekki sammála og það fer ekkert á milli mála,“ segir Guðmundur. „Stemningin er nákvæmlega í þessum anda. Það eru einhverjir að skoða hvort að það sé hægt að kæra þessa niðurstöðu.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn samþykkja kjarasamning:Afar mjótt á munum Samþykkt þrátt fyrir að fleiri sögðu nei en já. 19. nóvember 2015 15:13 Lagatæknileg atriði koma í veg fyrir niðurstöðu Ekki hægt að greina frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu Landssambands lögreglumanna um kjarasamning félagsins og ríkisins sem lauk í dag. 18. nóvember 2015 15:56 Félagsmenn SFR samþykkja nýja kjarasamninga Kjarasamningarnir samþykktir með yfirgæfandi meirihluta. 16. nóvember 2015 13:30 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Guðmundur Fylkisson, formaður kjörstjórnar Landssambands lögreglumanna segir að kurr sé í lögreglumönnum vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna LL um nýja kjarasamninga sem birt var í dag. „Ég dáist að stéttinni minni og ég er ánægður með það að svona stór hluti skuli segja sína skoðun. Þeir setja okkur alveg hinsvegar í hrikalega stöðu að þurfa að fást við það að vera alveg svona klofin,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Það dró heldur betur til tíðinda en fleiri félagsmenn LL sögðu nei við samningnum en já. Samningurinn var hinsvegar samþykktur, eða réttara sagt, ekki felldur, vegna þess að meirihluti félagsmanna hafnaði samningunum ekki. „Það þarf meirihluta greiddra atkvæða til þess að fella samninginn. Það voru 672 sem greiddu atkvæði sem þýðir að það hefði vantað fimm eða fleiri atkvæði nei-megin til þess að að fella hann.“Önnur eins kosningaþátta sjaldan sést áður Í raun og veru voru það auðu seðlarnir, ellefu talsins, sem réðu úrslitum en vegna þeirra taldist meirihluti félagsmanna ekki hafa samþykkt samninginn. Kosningarnar voru mikið hitamál og sést það best á kosningaþáttökunni en Guðmundur segir að önnur eins þáttaka hafi ekki sést áður en kosningaþáttaka var 94,35 prósent. „Við eru með þjónustuaðila sem sér um þetta fyrir og okkur og fjölda annarra stéttafélaga. Sá hefur aldrei séð aðra eins þáttöku. Þú sérð það að það eru 38 af allri stéttinni sem taka ekki þátt.“ Athygli vekur að félagsmenn bæði Sjúkraliðafélags Íslands og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu samþykktu sína kjarasamninga með talsverðum meirihluta en þessi félög voru í samfloti við Landssamband lögreglumanna í kjaradeilu sinni við ríkið. Guðmundur segir það ekki segja alla söguna. „Þó að við höfum verið í samfloti með þessum stéttarfélögum þá eru bara sumir hlutir sem voru sameiginlegir og aðrir eru sérkröfuhlutar og það er þá nokkuð ljóst að sérkröfuhlutinn er eitthvað sem hópurinn er ósáttur með. Það eru 315, í það minnsta, skoðanir á því sem hefði getað betur farið í kjarasamningunum.“Lögreglumenn klofnir í afstöðu sinni Það er ljóst að lögreglumenn eru klofnir í afstöðu sinni til kjarasamningana. „Þetta eru tvær fylkingar sem eru ekki sammála og það fer ekkert á milli mála,“ segir Guðmundur. „Stemningin er nákvæmlega í þessum anda. Það eru einhverjir að skoða hvort að það sé hægt að kæra þessa niðurstöðu.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn samþykkja kjarasamning:Afar mjótt á munum Samþykkt þrátt fyrir að fleiri sögðu nei en já. 19. nóvember 2015 15:13 Lagatæknileg atriði koma í veg fyrir niðurstöðu Ekki hægt að greina frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu Landssambands lögreglumanna um kjarasamning félagsins og ríkisins sem lauk í dag. 18. nóvember 2015 15:56 Félagsmenn SFR samþykkja nýja kjarasamninga Kjarasamningarnir samþykktir með yfirgæfandi meirihluta. 16. nóvember 2015 13:30 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögreglumenn samþykkja kjarasamning:Afar mjótt á munum Samþykkt þrátt fyrir að fleiri sögðu nei en já. 19. nóvember 2015 15:13
Lagatæknileg atriði koma í veg fyrir niðurstöðu Ekki hægt að greina frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu Landssambands lögreglumanna um kjarasamning félagsins og ríkisins sem lauk í dag. 18. nóvember 2015 15:56
Félagsmenn SFR samþykkja nýja kjarasamninga Kjarasamningarnir samþykktir með yfirgæfandi meirihluta. 16. nóvember 2015 13:30
Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07