Ríkið og rómantískar gamanmyndir Brynhildur S. Björnsdóttir og Starri Reynisson skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Enginn hefur farið varhluta af því að nýlega kom út skýrsla um starfsemi og rekstur RÚV, sem unnin var af starfshópi sem skipaður var af menntamálaráðherra. Deila má um óhæði starfshópsins og tilgang skýrslunnar en niðurstaðan var sú að rekstur RÚV sé ósjálfbær miðað við þær tekjur sem stofnuninni er skammtað. Það þurfti tæpast nýja úttekt til að átta sig á því. Enda gömul saga og ný. Og hvað? Er RÚV þá óþarft og vonlaust batterí? Þurfum við ekki ríkisrekin fjölmiðil af því skatt- og auglýsingatekjurnar duga ekki til rekstursins? Grunnhlutverk RÚV er mjög vel skilgreint í lögum. Það á að leggja rækt við íslenska tungu, menningu og sögu. Það á að þjóna landsbyggðinni jafnt sem borgarbúum. Jafnframt skal það varðveita efni sem hefur sögulegt og menningarlegt gildi fyrir þjóðina. Síðast en ekki síst skal það veita heyrnarskertum aðgang að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ólíkt einkareknum miðlum sem byggja sína starfsemi á markaðslögmálum og hafa hingað til ekki verið skikkaðir til að texta íslenskt efni. Einnig er mikilvægt að RÚV haldi úti öflugri og óháðri fréttastofu svo að landsmenn allir hafi öruggan aðgang að góðum og hlutlausum fréttaflutningi. Í okkar huga er réttlæting fyrir tilvist RÚV einnig sú sama og ríkisstyrking lista og menningar almennt. Markaðslögmálin ná einfaldlega ekki utan um menningu og listir með sama hætti og margar vörur og þjónustur. Jákvæð úthrif lista og menningar eru mun meiri en við greiðum beint í vasann á listamönnunum í gegnum markaðinn. Við viljum ekki að listamenn skapi bara efni sem nær topp tíu listanum á FM95.7 í eina viku. Við viljum líka efni sem endist og lifir. Sama máli gegnir um fjölmiðlun. Eðli málsins samkvæmt hafa einkareknir fjölmiðlar frelsi til að haga starfseminni nokkurveginn með þeim hætti sem þeir kjósa. Enda lýtur starfsemi þeirra markaðslögmálunum um framboð og eftirspurn. Sem er mikilvægt. Grunnhlutverk RÚV er líka mikilvægt. Að því sögðu þurfum við að vera óhrædd við að spyrja okkur hvort RÚV starfi ekki talsvert langt fyrir utan þetta skilgreinda grunnhlutverk sitt í dag. Er eðlilegt að ríkisrekinn fjölmiðill keppi við einkarekin fyrirtæki á samkeppnismarkaði um kaup á erlendum dægurþáttum eða um auglýsingatekjur? Þarf ríkisrekinn fjölmiðill t.a.m. að reka tvær útvarpsstöðvar? Á það að vera í verkahring ríkisins að sjá til þess að allir landsmenn geti horft á rómantískar gamanmyndir á laugardagskvöldum? Á íslenskum fjölmiðlamarkaði, ríkir sem betur fer töluverð samkeppni, en það skekkir óneitanlega samkeppnina og gerir hana óeðlilega að eitt fyrirtæki á markaðinum skuli ganga að föstum og öruggum tekjum úr ríkissjóði. Væri ekki farsælast að taka RÚV af auglýsingamarkaði og haga dagskrárgerðinni þannig að fréttaflutningur, fréttaskýringar, fræðslu-, menningar-, og dægurmálaþættir og jafnvel eitthvað af íslensku skemmtiefni sé í fyrirrúmi í stað þess að eyða púðri og skatttekjum í eitthvað sem einkareknir fjölmiðlar eru fullkomlega færir um? Þannig væri RÚV að sinna grunnhlutverki sínu en stæði á sama tíma fyrir utan samkeppnismarkaðinn. Treystum einkareknum fjölmiðlum til að sinna eftirspurn eftir dýrum erlendum glæpaþáttum og látum RÚV frekar sjá um raunverulegt hlutverk sitt gagnvart íslenskri menningu og samfélagi. Það er margt sem má endurskoða – annað en tilvist RÚV. Rekstrarformið er ekki og á ekki að vera neglt í stein og stofnunin þarf ekki að vera risaeðla. Hún á að þjóna þjóðinni. Ekki grafa undan einkaframtaki.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun