Hælisleitendur fá ekki gjafsókn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Katrín Oddsdóttir lögmaður segir að án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Vísir/Stefán Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira