Við megum ekki gleyma þessum sögum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 08:45 Helga og Dagbjört Brynja vörðu kvenréttindadeginum 19. júní 2015 saman úti í Hrísey, elduðu rúgbrauðsgraut og nutu þess að kynnast. „Helga er ömmusystir mín. Hún er alþýðukona sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði. Ég tel að saga hennar eigi erindi til okkar allra,“? segir Dagbjört Brynja Harðardóttir myndlistarkona og höfundur sýningarinnar Í heimsókn hjá Helgu sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri klukkan 14 í dag. Hver skyldi hafa verið kveikjan að henni? „?Ég var svo heppin að alast upp með ömmum mínum báðum, þær voru hluti af lífi mínu. Þær höfðu upplifað tímana tvenna og þegar ég fullorðnaðist sá ég eftir að hafa ekki skráð eitthvað niður eftir þeim. Það vakti mig til umhugsunar um hversu mikilvægt væri að við héldum sögum til haga.?“ Þegar 19. júní 2015 nálgaðist þar sem haldið var upp á hundrað ára kosningaafmæli kvenna varð Dagbjörtu Brynju hugsað til Helgu frænku sinnar í Syðstabæ í Hrísey, sem er 94 ára. Hún ákvað að fagna deginum með því að heimsækja hana. „?Ég brá mér með ferjunni til Hríseyjar og varði kvenréttindadeginum með Helgu. Við töluðum saman í marga klukkutíma, ég tók allt upp og myndaði líka en vissi ekkert á þeirri stundu hvað ég ætlaðist fyrir með efnið. Aðalatriðið var að fá að heyra sögu þessarar frænku minnar og fræðast í leiðinni um æsku föðurömmu minnar. Við Helga áttum frábæran dag, veðrið var eins og best varð á kosið, það var eldaður rúgbrauðsgrautur og hamingjuóskum rigndi yfir okkur í tilefni dagsins. Við Helga kynntumst heilmikið. Samtalið byrjaði svolítið þvingað en svo losnaði um allt slíkt og hún lýsti sínu daglega lífi gegnum árin og upplifunum sem voru ekkert endilega allar skemmtilegar.“ ? Með sýningunni í Minjasafninu kveðst Dagbjört Brynja vilja heiðra baráttu kvenna fyrir samfélagsréttindum. ?Mér finnst ég hafa ákveðna skyldu til að nýta þau tækifæri sem konur fyrri kynslóða börðust fyrir og við nútímakonur njótum og ég vil ég sýna ömmum mínum og öðrum konum af þeirra kynslóð heiður og þökk. Helga er góður fulltrúi þeirra, hún er þvílík hvunndagshetja að það hálfa væri nóg. Mér finnst líka frábært að geta vottað henni virðingu meðan hún er enn á lífi. Þó hennar sögur hafi sumar gerst fyrir mörgum áratugum þá er svo ótrúlega stutt síðan og við megum ekki gleyma þessum sögum.? Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Helga er ömmusystir mín. Hún er alþýðukona sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði. Ég tel að saga hennar eigi erindi til okkar allra,“? segir Dagbjört Brynja Harðardóttir myndlistarkona og höfundur sýningarinnar Í heimsókn hjá Helgu sem opnuð verður í Minjasafninu á Akureyri klukkan 14 í dag. Hver skyldi hafa verið kveikjan að henni? „?Ég var svo heppin að alast upp með ömmum mínum báðum, þær voru hluti af lífi mínu. Þær höfðu upplifað tímana tvenna og þegar ég fullorðnaðist sá ég eftir að hafa ekki skráð eitthvað niður eftir þeim. Það vakti mig til umhugsunar um hversu mikilvægt væri að við héldum sögum til haga.?“ Þegar 19. júní 2015 nálgaðist þar sem haldið var upp á hundrað ára kosningaafmæli kvenna varð Dagbjörtu Brynju hugsað til Helgu frænku sinnar í Syðstabæ í Hrísey, sem er 94 ára. Hún ákvað að fagna deginum með því að heimsækja hana. „?Ég brá mér með ferjunni til Hríseyjar og varði kvenréttindadeginum með Helgu. Við töluðum saman í marga klukkutíma, ég tók allt upp og myndaði líka en vissi ekkert á þeirri stundu hvað ég ætlaðist fyrir með efnið. Aðalatriðið var að fá að heyra sögu þessarar frænku minnar og fræðast í leiðinni um æsku föðurömmu minnar. Við Helga áttum frábæran dag, veðrið var eins og best varð á kosið, það var eldaður rúgbrauðsgrautur og hamingjuóskum rigndi yfir okkur í tilefni dagsins. Við Helga kynntumst heilmikið. Samtalið byrjaði svolítið þvingað en svo losnaði um allt slíkt og hún lýsti sínu daglega lífi gegnum árin og upplifunum sem voru ekkert endilega allar skemmtilegar.“ ? Með sýningunni í Minjasafninu kveðst Dagbjört Brynja vilja heiðra baráttu kvenna fyrir samfélagsréttindum. ?Mér finnst ég hafa ákveðna skyldu til að nýta þau tækifæri sem konur fyrri kynslóða börðust fyrir og við nútímakonur njótum og ég vil ég sýna ömmum mínum og öðrum konum af þeirra kynslóð heiður og þökk. Helga er góður fulltrúi þeirra, hún er þvílík hvunndagshetja að það hálfa væri nóg. Mér finnst líka frábært að geta vottað henni virðingu meðan hún er enn á lífi. Þó hennar sögur hafi sumar gerst fyrir mörgum áratugum þá er svo ótrúlega stutt síðan og við megum ekki gleyma þessum sögum.?
Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira