Sveitarfélögin eiga nær allt eftir Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. október 2015 10:00 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, fær sér vöfflu við undirritun samninga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissaksóknara í byrjun sumars. Ekki er ljóst hvenær slá má í vöfflur vegna samninga við sveitarfélög landsins. vísir/vilhelm Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“ Verkfall 2016 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Með kjarasamningi SFR, Sjúkraliðafélagsins og Landssambands lögreglumanna við ríkið getur hafist seinni hluti samningalotunnar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Enn eiga 23 aðildarfélög BSRB eftir að ljúka samningum við ríkið. Þá eiga sveitarfélög landsins ósamið við nær alla sína viðsemjendur utan grunnskólakennara. Þar er um að ræða á sjöunda tug stéttarfélaga. Auk BSRB-félaganna er þar meðal annars um að ræða Starfsgreinasambandið, hjúkrunarfræðinga, skólastjóra og félög iðnaðarmanna. Að auki eru svo stök félög sem ósamið eiga við viðsemjendur sína, svo sem Félag prófessora við ríkisháskóla, sem nú undirbýr boðun verkfalls.Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRBVísirElín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir bandalagið hafa þær væntingar um framhaldið að aðildarfélög BSRB sem enn hafa ekki samið við ríki, Reykjavíkurborg og sveitarfélög, fari að komast að samningaborðinu. Með samningum SFR, SLFÍ og LL í vikunni sé kominn ákveðinn rammi, en hversu langan tíma taki að ljúka samningum segir hún erfitt að spá um. „Hvert og eitt stéttarfélag hefur sinn samningsrétt, en þetta mun örugglega hjálpa þeim við að ná lendingu í samningum við viðsemjendur,“ segir hún. Flest semji félögin bæði við ríki og sveitarfélög.Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGSDrífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), segir að viðræður séu í gangi við sveitarfélögin og hafi verið um nokkurt skeið. „Það liggur von í loftinu um að hægt sé að klára þetta,“ segir hún, en SGS er í gegn um Alþýðusambandið (ASÍ) aðili að samkomulagi SALEK-hópsins um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Á þeim vettvangi var sammælst um framhald og lok viðræðna nú með samningum til ársloka 2018. „Það er ákveðinn rammi þar,“ segir Drífa og bætir við að ýmislegt þurfi samt að ræða, sérmál og fleiri þætti, og því erfitt að spá um framhald viðræðnanna. Í kröfugerð sinni taki SGS tillit til allra samninga sem hafi verið gerðir og séu fordæmisgefandi, jafnt á almenna og opinbera markaðnum.Halldór Halldórsson formaður Samtaka íslenskra sveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þar á bæ standi vonir til þess að hægt sé að ljúka samningum hratt og örugglega og í takt við þá línu sem lagt hafi verið upp með á vettvangi SALEK-hópsins, auk samnings ríkisins við SFR, SLFÍ og LL. Halldór viðurkennir þó að sveitarfélög standi misvel undir þeim hækkunum sem lagt sé upp með. „En þetta er náttúrlega hækkun á öllum vinnumarkaði þannig að þetta á að skila sér,“ segir hann, þótt sveitarfélög kvarti undan því nú að launahækkanir komi hraðar inn gjaldamegin heldur en nemi hækkun útsvars vegna allra launahækkana tekjumegin. „En við eigum eftir að sjá hvernig það þróast næstu tvo, þrjá mánuðina. Þetta hins vegar tekur á og við það þarf að takast á í öllum rekstri sveitarfélaganna.“
Verkfall 2016 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?