Sannað að ketillinn hefur stækkað mikið Svavar Hávarðsson skrifar 30. október 2015 06:00 Hlaupið er metið helmingi stærra en þau stærstu sem á undan því komu. vísir/vilhelm Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor. Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Grunur jarðvísindamanna hefur verið staðfestur um að ástæðan fyrir hinu stóra Skaftárhlaupi sem hófst fyrir réttum mánuði er veruleg stækkun á Eystri-Skaftárkatli sem liggur undir vestanverðum Vatnajökli. „Skýr merki eru um stækkun ketilsins til vesturs, austurs og suðurs,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og bætir við að ástæður hins mjög svo stóra Skaftárhlaups liggi að mestu ljósar fyrir. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur „Vatnsborð reis með venjulegum hætti fyrst eftir síðasta hlaup á undan, sem varð sumarið 2010. En frá og með 2011 var risið hægara en áður hefur sést og eftir 2013 hefur miðjan nánast ekkert risið. Ástæðan fyrir þessu virðist vera tilfærsla á jarðhitanum, einkum til suðausturs og e.t.v. til vesturs líka. Jarðhitinn virðist ekki hafa aukist að afli til, bara færst til,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tilfærslan hafi valdið því að bráðnun var að mestu leyti við jaðra ketilsins svo hann víkkaði án þess að hækka. „Fyrir vikið safnast meira vatn fyrir og þegar hlaupið loks kom, var það stærra en áður hefur sést úr Skaftárkötlum. Við vitum ekki hvað veldur tilfærslu jarðhitans, en það er ekkert einsdæmi að hann taki breytingum, t.d. höfum við séð mun stærri breytingar í Grímsvötnum á síðustu 70 árum.“ Magnús Tumi, ásamt samstarfsmönnum, vinnur þessa dagana úr gögnum sem fengust í rannsóknarflugi með TF-FMS, flugvél Isavia, á mánudaginn var. Verið er að draga upp kort af katlinum út frá þeim gögnum sem þá söfnuðust þar sem lagt verður mat á rúmmálsbreytingar á katlinum. Spurður hvort þessar niðurstöður taki af allan vafa um að nýr taktur sé kominn til frambúðar í hlaup úr eystri Skaftárkatli, en hlaupið nú var alla vega helmingi stærra en flóðið á undan, árið 2010, segir Magnús: „Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegt að í framtíðinni verði stærri hlaup með lengra millibili. En það er engu hægt að slá föstu. Við eigum eftir að skoða þetta almennilega og bera saman við fleiri gögn, t.d. eru til íssjármælingar sem gerðar voru yfir ketilinn sem geta varpað betra ljósi á þessi mál,“ segir Magnús og vísar til gagna sem var safnað í vorferð Jöklarannsóknafélagsins í vor.
Fréttir af flugi Hlaup í Skaftá Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira