Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. október 2015 15:00 Björn Kristjánsson í leik gegn Stjörnunni í fyrstu umferð. vísir/getty Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15. Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Njarðvík og ÍR höfðu samband við Björn Kristjánsson, leikmann KR í Dominos-deild karla, án þess að fara í gegnum KR-inga. Þetta eru Vesturbæingar ósáttir við. „Það voru bæði Njarðvík og ÍR sem töluðu við okkar mann í þessari viku,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður meistaraflokksráðs KR, við Vísi. Hann vildi ekki nefna leikmanninn á nafn, en um er að ræða leikstjórnandann Björn Kristjánsson, samkvæmt heimildum Vísis. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn,“ segir Böðvar. „Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu. Þetta tíðkast ekki í fótboltanum og vonandi er þetta ekki það sem koma skal hjá okkur. Það væri bara fínt ef menn fari að hugsa sinn gang og hugsa um sín eigin lið. Ég er alveg rosalega ósáttur við svona vinnubrögð. Þetta er bara óvirðing,“ segir Böðvar.Setur verðmiðann Hann segist stoltur að önnur lið hafi áhuga á sínum leikmönnum en vill að liðin í deildinni beri virðingu fyrir hvort öðru. „Við eigum ekki að hjóla í samningsbundna leikmenn. Það er líka stór faktor í þessu. Það verður skemmtilegt að mæta Njarðvík í kvöld eftir að það er búið að ræða við leikmann sem er samningsbundið okkur,“ segir Böðvar sem vill að haft sé samband við sig hafi önnur lið áhuga á leikmönnum KR. „Ef eitthvað lið hefur áhuga á leikmanni KR er bara um að gera að hringja í mig. Ég set svo góðan verðmiða á leikmanninn og bíð eftir millifærslunni eða skipti einhverjum öðrum leikmönnum. Gerum þetta bara skemmtilegt. Í staðinn fyrir að pönkast í einhverri fantasy-deild tökum við bara Dominos-deildina á næsta stig,“ segir Böðvar Guðjónsson léttur að lokum.Leikur KR og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00 og Dominos-Körfuboltakvöld í beinu framhaldi klukkan 21.15.
Dominos-deild karla Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn