Glötum ekki niður tónlistarnáminu! Katrín Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Vorið 2011 undirrituðu fulltrúar þáverandi ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga samkomulag um eflingu tónlistarnáms. Með samkomulaginu var lagður grundvöllur að eflingu tónlistarnáms, að nemendum yrði gert kleift að stunda hljóðfæranám á framhaldsstigi og söngnám á mið- og framhaldsstigi óháð búsetu og nýtt lagafrumvarp yrði lagt fram um tónlistarnám. Samkomulagið fól í sér að ríkissjóður myndi veita 480 milljóna króna framlag vegna kennslukostnaðar í tónlistarskólum. Á móti skuldbundu sveitarfélögin sig til að taka yfir ný verkefni sem nam 230 milljónum króna. Viðbótarframlag ríkisins inn í tónlistarnám, sem lagalega er á ábyrgð sveitarfélaga, nam því 250 milljónum króna. Fyrir liggur að ekki náðist í minni menntamálaráðherratíð að endurskoða lög um tónlistarnám. Frumvarp þess efnis var þó lagt fram til kynningar vorið 2013. Lagaleg staða er því sú að námið er á ábyrgð sveitarfélaga en ríkið hefur hins vegar lýst vilja sínum til að styðja við framhaldsnám í tónlist með undirritun samkomulagsins. Að sjálfsögðu þarf að endurmeta það og forsendur þess með hliðsjón af reynslunni. Mikilvægast er hins vegar að ríki og sveitarfélög komi sér saman um framhaldið því að nú liggur fyrir að margir tónlistarskólar, ekki síst hér í höfuðborginni, eiga í verulegum vanda. Einnig liggur fyrir að ríkið og Reykjavíkurborg hafa túlkað samkomulagið með ólíkum hætti. Ég hef tekið undir túlkun ríkisins. Það breytir því ekki að á meðan á þessu túlkunarstríði stendur getur verið að þessir skólar fari í þrot með tilheyrandi skaða fyrir nemendur, kennara og samfélagið allt. Íslenskt tónlistarlíf er blómlegt og vekur athygli og aðdáun langt út fyrir landsteinana. Það er engin tilviljun. Þessi gróska á rætur að rekja til góðrar og öflugrar tónlistarmenntunar. Það á að vera okkar metnaðarmál að leysa þær deilur sem staðið hafa og geti ég eða aðrir upphafsmenn samkomulagsins frá 2011 lagt okkar af mörkum til að leysa þær stendur ekki á okkur. En leyfum ekki skaðanum að verða á meðan deilt er um túlkun og ábyrgð.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun