„2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. október 2015 14:21 Steingrímur J. Sigfússon segir viðskipti Arion banka með fasteignir og Símahluti gefa tilefni til að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli. Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi í dag sölu Arion banka á hlutum í Símanum til valinna viðskiptavina fyrir almennt útboð fyrr í þessum mánuði. Í ræðu undir liðnum störf þingsins sagði hann að eflaust væru margir með óbragð í munni eftir sölu Arion banka á hlutafé í Símanum „á vildarkjörum til góðvina sinna“. Salan hefur sætt harðri gagnrýni en valinn hópur viðskiptavina bankans og fjárfesta fengu að kaupa samtals 10 prósenta hlut í Símanum á hagstæðari kjörum en buðust svo í almennu útboði á hlutunum. Í morgun greindi Morgunblaðið svo frá því að Arion banki hefði komið alls staðar að borðinu þegar tveir fasteignasjóðir seldu eignir að virði 18 milljarða til fasteignafélagsins Reita.Arion banki átti í fasteignasjóðunum tveimur, sem bankinn sá um að reka auk þess að eiga hlut í Reitum, sem keypti fasteignirnar, og að hafa séð um sölu og fjármögnun viðskiptanna. „Þetta er ekkert annað en 2007 siðmengunin sem er að læðast aftan að okkur á fullri ferð, og ríkisstjórnin er þar ekki betri en aðrir, með sýnum vinnubrögðum bak við luktar dyr,“ sagði Steingrímur og bætti við: „Og fara þó þar fyrir þeir menn sem sennilega hafa haft stærstu orðin af öllum í lýðveldissögunni um mikilvægi gagnsæis hér í þessum sal, á síðasta kjörtímabili.“ Steingrími segir að draga eigi þann lærdóm af þessu að aðskilja þurfi viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. „Bankarnir, eða Arion banki í þessu tilviki, er að misnota það að geta möndlað bæði með eignir og eignasöfn sem þeir hafa í höndunum, rekið fyrirtækjaráðgjöf, og verið svo viðskiptabanki og fjármagnað viðskipti með þessu tagi,“ sagði hann og sagði það stæði upp á stjórnvöld að gera eitthvað í þessu máli.
Alþingi Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira