Komu til Íslands í leit að álfum og tröllum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2015 11:45 Þáttagerðarmaðurinn heimsótti meðal annars Álfhól í Kópavogi. vísir „Trúirðu á álfa?“ er spurning sem að flestir Íslendingar kannast við frá forvitnum útlendingum. Í þætti á sjónvarpsstöðinni BBC Earth er meðal annars álfatrú Íslendinga skoðuð en þáttagerðarkonan Melissa Hogenboom kom hingað við gerð þáttarins í leit að álfum og tröllum. Því miður rakst hún ekki á lifandi álfa og tröll en hún hitti ýmsa menn sem fræddu hana um þjóðtrú Íslendinga og hvernig hún hefur mótað líf þjóðarinnar. Melissa hitti til að mynda Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, Bjarna Harðarson, þjóðfræðing og bóksala og Val Lýðsson, bónda, en þeir Bjarni og Valur fóru og sýndu henni tröllkerlingu sem varð að steini þar sem hún komst ekki heim í tæka tíð eftir að sólin kom upp. Þátturinn er tólf mínútna langur og má sjá hér. Hér að neðan má svo hlusta á lagið Álfar með tónlistarmanninum Magnúsi Þór Sigmundssyni. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Trúirðu á álfa?“ er spurning sem að flestir Íslendingar kannast við frá forvitnum útlendingum. Í þætti á sjónvarpsstöðinni BBC Earth er meðal annars álfatrú Íslendinga skoðuð en þáttagerðarkonan Melissa Hogenboom kom hingað við gerð þáttarins í leit að álfum og tröllum. Því miður rakst hún ekki á lifandi álfa og tröll en hún hitti ýmsa menn sem fræddu hana um þjóðtrú Íslendinga og hvernig hún hefur mótað líf þjóðarinnar. Melissa hitti til að mynda Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði, Bjarna Harðarson, þjóðfræðing og bóksala og Val Lýðsson, bónda, en þeir Bjarni og Valur fóru og sýndu henni tröllkerlingu sem varð að steini þar sem hún komst ekki heim í tæka tíð eftir að sólin kom upp. Þátturinn er tólf mínútna langur og má sjá hér. Hér að neðan má svo hlusta á lagið Álfar með tónlistarmanninum Magnúsi Þór Sigmundssyni.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira