Draumabyrjun Tottenham dugði skammt í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2015 18:45 Stefano Okaka fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/Getty Tottenham tapaði sínum fyrsta leik í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti belgíska liðið Anderlecht heim í kvöld. Anderlecht vann leikinn 2-1 þar sem sigurmarkið kom fimmtán mínútum fyrir leikslok. Tottenham komst yfir í byrjun leiksins og fékk færi til að bæta við mörkum en það voru Belgarnir sem nýttu færin sín. Tottenham fékk draumabyrjun þegar Christian Eriksen nýtti sér klaufagang í vörn Belganna og kom Tottenham í 1-0 strax á fjórðu mínútu. Erik Lamela fékk mjög gott færi til að koma Tottenham í 2-0 sjö mínútum síðar eftir sendingu Christian Eriksen en Silvio Proto varði vel frá honum. Anderlecht jafnaði hinsvegar metin á 13. mínútu þegar bakvörðurinn Guillaume Gillet fékk nægan tíman til að leggja boltann fyrir sig eftir hornspyrnu og afgreiða hann glæsilega í markið. Hugo Lloris, markvörður Tottenham, varði vel frá Stefano Okaka á 28. mínútu og kom í veg fyrir að heimamenn í Anderlecht kæmust yfir í leiknum. Tottenham var samt betra liðið í hálfleiknum en leikurinn róaðist mikið eftir mörkin tvö á fyrstu þrettán mínútunum. Harry Kane kom inná sem varamaður og fékk fyrsta færi Tottenham í seinni hálfleiknum en Silvio Proto varði vel frá honum. Það voru síðan leikmenn Anderlecht sem skoruðu. Stefano Okaka skoraði markið á 75. mínútu eftir laglegan undirbúning varamannsins Frank Acheampong. Anderlecht-menn fögnuðu vel og enn meira þegar lokaflautið gall. Tottenham hefur nú 4 stig eftir þrjá leiki og er í 3. sæti riðilsins með jafnmörg stig og Anderlecht en verri innbyrðisárangur. Mónakó vann 1-0 sigur á Qarabag í hinum leik riðilsins og er eftir það með eins stigs forskot á toppi riðilsins. Evrópudeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Tottenham tapaði sínum fyrsta leik í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti belgíska liðið Anderlecht heim í kvöld. Anderlecht vann leikinn 2-1 þar sem sigurmarkið kom fimmtán mínútum fyrir leikslok. Tottenham komst yfir í byrjun leiksins og fékk færi til að bæta við mörkum en það voru Belgarnir sem nýttu færin sín. Tottenham fékk draumabyrjun þegar Christian Eriksen nýtti sér klaufagang í vörn Belganna og kom Tottenham í 1-0 strax á fjórðu mínútu. Erik Lamela fékk mjög gott færi til að koma Tottenham í 2-0 sjö mínútum síðar eftir sendingu Christian Eriksen en Silvio Proto varði vel frá honum. Anderlecht jafnaði hinsvegar metin á 13. mínútu þegar bakvörðurinn Guillaume Gillet fékk nægan tíman til að leggja boltann fyrir sig eftir hornspyrnu og afgreiða hann glæsilega í markið. Hugo Lloris, markvörður Tottenham, varði vel frá Stefano Okaka á 28. mínútu og kom í veg fyrir að heimamenn í Anderlecht kæmust yfir í leiknum. Tottenham var samt betra liðið í hálfleiknum en leikurinn róaðist mikið eftir mörkin tvö á fyrstu þrettán mínútunum. Harry Kane kom inná sem varamaður og fékk fyrsta færi Tottenham í seinni hálfleiknum en Silvio Proto varði vel frá honum. Það voru síðan leikmenn Anderlecht sem skoruðu. Stefano Okaka skoraði markið á 75. mínútu eftir laglegan undirbúning varamannsins Frank Acheampong. Anderlecht-menn fögnuðu vel og enn meira þegar lokaflautið gall. Tottenham hefur nú 4 stig eftir þrjá leiki og er í 3. sæti riðilsins með jafnmörg stig og Anderlecht en verri innbyrðisárangur. Mónakó vann 1-0 sigur á Qarabag í hinum leik riðilsins og er eftir það með eins stigs forskot á toppi riðilsins.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira