Guðlaugur Þór stígur til hliðar sem ritari Sjálfstæðisflokksins og hleypir Áslaugu Örnu að Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2015 19:14 Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa. Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem ritari flokksins og hleypa Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að. Þetta sagði Guðlaugur Þór í viðtali við fréttastofu Sjónvarpsins í beinni útsendingu. Lengi vel leit út fyrir að Guðlaugur Þór yrði eini frambjóðandinn í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Áslaug Arna tilkynnti svo óvænt í dag að hún ætlaði að bjóða sig fram. Guðlaugur Þór sagði að honum þætti það best fyrir flokkinn að hann myndi stíga til hliðar og hleypa öflugum ungum Sjálfstæðismanni að, það myndi efla flokkinn sem vildi auka þátttöku ungs fólks og kvenna í flokknum. Guðlaugur Þór sagði við RÚV að framboð Áslaugar hefði komið flatt upp á sig en fagnaði því. Eftir að hafa íhugað málið í dag komst hann að þeirri niðurstöðu að það væri best fyrir flokkinn að hleypa ungri og efnilegri manneskju í ritarastólinn. „Það sem ég hef lagt áherslu á er eðli málsins samkvæmt að efla innra starf flokksins, og þar sem við erum veikust fyrir er hjá ungu fólki og við höfum reynt að fá það til starfa, við höfum tileinkað þennan fund konum, og við erum að sjá hér glæsilegan afrakstur. Gríðarlega öflugan hóp af ungu fólki sem er að standa sig frábærlega og gríðarlega hátt hlutfall kvenna. Mín niðurstaða er þessi að það er best fyrir flokkinn minn og okkar að þegar kemur öflugt framboð frá ungri manneskju ætla ég að stíga til hliðar og styðja hana áfram í þessu öfluga starfi eins og ég get í því,“ sagði Guðlaugur. Áslaug Arna sagði þessa ákvörðun Guðlaugs Þórs hafa komið álíka flatt upp á hana og framboð hennar kom flatt upp á Guðlaug Þór fyrr í dag. Hún sagði virða hans ákvörðun og sagðist ánægð með að þau séu sammála um að Sjálfstæðisflokkurinn þarfnist breytinga. Hún sagði þetta sýna að Sjálfstæðisflokkurinn treysti ungu fólki til starfa.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
Áslaug Arna býður sig fram gegn Guðlaugi Þór Óvæntu framboði Áslaugar Örnu var tekið gríðarlega vel 24. október 2015 16:38