Að fá stjörnur … Guðmundur Andri Thorsson skrifar 26. október 2015 06:00 Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég að hugsa um stjörnugjafir í listdómum, alveg út í loftið, eiginlega himinhvolfið. Ég hafði lesið nokkra dóma um listviðburði þennan daginn, misgáfulega eins og gengur, og tók allt í einu eftir þessum fjárans stjörnum sem mér þóttu hanga utan á ritsmíðunum, eins og óþarfir og roggnir forstjórar. LímmiðarÞetta er vissulega þénugt. Sé maður lauslega forvitinn um einhverja liststarfsemi eða feril tiltekins listamanns en ekki nægilega til að maður nenni að lesa heila grein um afurðir viðkomandi getur maður séð á stjörnugjöfinni í fljótu bragði hvernig til tókst. Í mjög fljótu bragði og mjög almennt talað. Listamenn þurfa vissulega á viðbrögðum að halda við sköpun sinni – „hvernig var þetta hjá mér?“ er algengasta spurning listamanna sem til er – en þeir hafa í rauninni ósköp lítið við stjörnur að gera; fái listamaðurinn fullt hús gleðst viðkomandi auðvitað, en er svo sem litlu nær að öðru leyti. Hefði verið meira gaman að fá rósir. Að fá stjörnur fyrir listaverk er eins og þegar maður var í skóla og fékk Ágætt, Gott, Sæmilegt eða Áfátt fyrir. Að fá stjörnur er eins og að fá límmiða fyrir verkefni, sem maður má svo setja í límmiðabókina sína. Umbun fyrir unnið starf, veitt af einhverjum sem er hærra settur listamanninum sjálfum í stigveldi menningarlífsins. Þetta er angi af ákveðinni tilhneigingu til infantílíseringar listamanna í samfélaginu; setja listamanninn í barnslegt hólf í samfélaginu þar sem hann getur fengið að leika sér. Listamaðurinn er náttúrlega í sambandi við barnið í sér eins og við eigum öll að vera, og getur sótt það þegar á þarf að halda – alveg eins og gamalmennið í sér, konuna í sér, karlinn, vitringinn eða fávitann – öll þessi mannlegu einkenni og hlutverk sem listamenn fást við: en listamaðurinn er ekki barn og þarf ekki að leika hið óábyrga og óþekka barn í samfélaginu; og listamaðurinn á ekki að vera í stöðu barnsins gagnvart kennaranum þegar hann stendur frammi fyrir gagnrýnandanum. Að fá stjörnur fyrir listaverk … það er eitthvað skrýtið við það, eitthvað rangt, eitthvað sem geigar gersamlega og er algerlega á skjön við sjálfa liststarfsemina ... Að fá umsögn í stjörnum eftir sköpun á listaverki er eins og að fá afslátt á farmiða til Akureyrar að afloknu prófi í vélaverkfræði í staðinn fyrir einkunn. Það er eins og að spyrja hvar salernið sé og fá afhenta brauðrist. Það er ágætt í sjálfu sér en beinist að allt öðru sviði en því sem um er fjallað. Og fyrir sjálfan „neytandann“ sem kann að hafa áhuga á listum er það að skoða stjörnugjöf í stað þess að lesa heila umsögn eins og að borða duftið af maggísúpu án þess að það sé sett út í heitt vatn. Fimmtán kúbíksentimetra myndStjörnugjöfin er hluti af viðleitni til að búa til „frammistöðumat“ um listaverkið og skipa því niður í flokka eins og gert er við lambakjöt. Þetta er gert til hægðarauka fyrir „neytandann“, og litið svo á að listaverkið sé vara á markaði sem þar til gerðir „matsmenn“ gefa einkunnir og segja til um hversu hæft sé til neyslu. Hvernig á slíkt frammistöðumat að geta farið fram? Fær Ódysseifskviða fjórar eða fimm stjörnur? Andalúsíuhundurinn? En Bakkabræður í Austurstræti? Er slík mynd yfirhöfuð nokkurs staðar í námunda við þá vídd þar sem stjörnugjöf tíðkast? Njála? Fær hún kannski bara þrjár stjörnur út af allri leiðinlegu og vitlausu lögfræðinni sem þar er að finna, og dregur óneitanlega úr þeirri ánægju sem lesandinn kann að hafa af lestrinum? Þetta er ekki einfalt mál. Öll góð list er nefnilega svolítið vond (samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, brýtur einhverjar reglur) – og öll vond list er dálítið góð. Margir miklir listamenn leita skekkjunnar í atferli einstaklinga og samfélaga og þurfa að fara krókaleiðir til að finna hana. Það er í skekkjunni sem við finnum mennskuna, en stundum kemur ekkert í leitirnar annað en skekkjan. Listaverk sem lánast nær að hæfa mann í þær stöðvar heilans sem taka við og vinna saman úr listaverkum svo að úr verður heildarkennd sem lýsa má sem unaði; fyrir kemur meira að segja að heimsmynd manns breytist. Hvernig lýsir maður slíkri reynslu? Hvernig gefur maður geðshræringu stjörnur? Til hvers að gefa brosi stjörnur? Sérhvert listaverk er organismi, lífheild, öðruvísi en öll önnur verk, sérstakt; lýtalaust eða gallað eftir atvikum. Það fer stundum eftir sjónarhorni þess sem horfir á það. Galli á listaverki er oft helsti kostur þess. Og öfugt. Stjörnugjöf er ámóta vel fallin til að lýsa listaverkum og kúbíksentimetrar. Og svo er hitt: það er ekki hægt að gefa afmarkaðan fjölda af stjörnum. Þær eru nefnilega óteljandi rétt eins og listin hefur í sér ómælið sjálft.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun