Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2015 14:44 Þórarinn segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi. vísir/pjetur Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26