Serían sem banaði geitinni ekki frá IKEA sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2015 14:44 Þórarinn segir að ekki hafi verið um markaðsbrellu að ræða. Unnið sé að því að koma upp annarri geit fyrir helgi. vísir/pjetur Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015 Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ljósaseríurnar á IKEA geitinni sem brann í morgun voru ekki frá IKEA. Um hefðbundnar útiseríur var að ræða, sem eiga að þola veður og vinda, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA. Hann telur að leitt hafi úr einni seríunni sem hafi orðið til þess að eldurinn kom upp. „Þetta eru útiseríur sem við keyptum á íslenskum markaði. Útiseríur sem eiga að þola vatn og raka. Við höfum notað svona seríur í mörg ár og erum til dæmis með þær á jólatrjánum fyrir utan verslunina,“ segir Þórarinn og bætir við að IKEA selji ekki útiseríur. Einungis seríur sem gangi fyrir batteríum.Ekki í fyrsta sinn sem það kviknar í slíkri seríu „Það eru þrjátíu til fjörutíu ljós á hverri lengi og þar er samtengingarstykki til að skrúfa þær saman. Við höfum lent í þessu áður, og þá einmitt kviknaði í samtengingunum, en þá brann geitin ekki,“ útskýrir hann. Þórarinn segir að gengið hafi verið úr skugga um að seríurnar hafi uppfyllt alla staðla og vottanir. „Við kynntum okkur þetta algjörlega. Þetta á að þola íslenskt útiveður; rigningu, slagveður og þetta á að geta verið í rennbleytu án þess að eitthvað gerist.“ Aðspurður hvort fólk þufi að hafa áhyggjur af slíkum seríum, segir hann að því þurfi viðkomandi söluaðilar að svara. Hann vilji þó ekki gefa upp hvar umrædd sería hafi verið keypt.Sjá einnig: IKEA geitin tortímdi sjálfri sérEkki gert í auglýsingaskyni Þá þvertekur hann fyrir að um markaðsbrellu sé að ræða. „Það væri þá ansi dýr pakki. Þetta er milljón kall sem fór í seríurnar, og ef við ætluðum á annað borð að kveikja í geitinni þá hefðum við eflaust gert það í myrkri. Þessi geit er alltof verðmæt og á alltof stóran hlut í hjarta mínu þannig að ég færi að kveikja í henni. Það væri aldrei að fara að gerast,“ segir Þórarinn. Sem fyrr segir brann IKEA-geitin til kaldra kola í morgun, þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu. Þórarinn segist binda vonir við að fá nýja geit fyrir helgi. „Við erum komin með tvo trésmiði til að gera nýja geit, og við vonum að henni verði komið upp fyrir helgi.“ Jólin eru að koma #ikea pic.twitter.com/i2iqdtbPvz— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) October 26, 2015
Tengdar fréttir IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26